S.L.A.A. á Íslandi
Neyðar- og upplýsinganúmer S.L.A.A. /
S.L.A.A. Iceland helpline: +354 771 3400
  • Forsíða
  • Fundir / Meetings
    • Erlendir fundir
  • Einkenni
  • Sjálfskönnun
  • Merki um bata
  • Reynslusögur
  • Verkfæri og hugtök
  • 12 spor og erfðavenjur

Erlendir S.L.A.A. fundir

Fyrir áhugasama þá viljum við benda á nokkrar vefsíður með erlendum fundum.

  • S.L.A.A. í Bretlandi er með lista yfir breska S.L.A.A. fundi á netinu sem eru á sama tímabelti og Ísland á veturna (1 klst. fyrr á sumrin).

  • Hér fyrir neðan eru upplýsingar um nokkra erlenda netfundi sem félagar á Íslandi hafa verið að sækja:

  • Hugleiðslufundir á Zoom alla daga kl. 12:00 (vetur) / 11:00 (sumar) - (7:00 Eastern Time)
Fundurinn er 60 mínútur. Í upphafi fundar er lesið upp úr hugleiðslubók S.L.A.A. og svo er stutt hugleiðsla í 5 mínútur með einföldum leiðbeiningum fyrir byrjendur.

  • Breskir Zoom fundir alla daga kl. 20:00 (vetur) / 19:00 (sumar) (20:00 British Time)
Fundurinn er 90 mínútur. Á hverjum degi er nýtt þema en tjáning má vera um allt sem snýr að ástar- og kynlífsfíkn.

  • Fundir á Zoom í Los Angeles
Á síðunni er listi yfir fjölmarga fundi, sumir eru fyrir ákveðna hópa eða þemu (kvennafundir, karlafundir, LGBTQ+,anorexía, ástarfíkn sérstaklega o.fl.). Ein kona í samtökunum á Íslandi hefur til dæmis verið að mæta á eftirfarandi fundi:

sun. Serenity on Sunday - 18:30 (vetur) / 17:30 (sumar) (sun. 10:30 Pacific Time)
Þarf að senda tölvupóst til að fá lykilorð sem er svarað fremur fljótt (netfang í fundalistanum á síðunni).

sun. Women in withdraval - 20:00 (vetur) / 19:00 (sumar) (sun. 12:00 Pacific Time)
Þarf að senda tölvupóst til að fá lykilorð sem er svarað fremur fljótt (netfang í fundalistanum á síðunni).

  • Síða með viðburðum / vinnusmiðjum tengdum S.L.A.A. - Einn félagi hefur farið á erlenda vinnusmiðju á Zoom sem var mjög gagnleg.
Þú ert ekki ein/n í baráttunni við ástar- og kynlífsfíkn!
Copyright © 2021 S.L.A.A. á Íslandi — slaaisland hja gmail punktur com.