Venjulegur helgadjammari
Áður en ég fór í SLAA, fannst mér ég vera venjulegur helgardjammari. Mér gekk ágætlega í skólanum þó mér leiddist hann mjög, og leyfði mér að dagdreyma meðan ég var í tímum og var oftast skotin í einhverjum bekkjarfélaga mínum, sem gerði líka tímana bærilegri. Ég vissi kannski að ég talaði aðeins meira um strákamál mín heldur en sumar vinkvenna minna, en ég hélt það væri samt innan venjulegra marka. Ég átti vinkonur, en fannst ég aldrei eiga nógu margar. Ég var aldrei örugg um vináttu þeirra og hélt að öllum fyndist ég leiðinleg nema ef ég höfðaði til tilfinningalegra þarfa þeirra. Önnur leið fyrir mig til þess að skapa tengsl við aðra var að tala um sambönd, viðreynslur, "veiðar" og snúa hlutum upp í klámfengna brandara. Ég átti marga platónska strákavini sem höfðu flestir á einhverjum tímapunkti haft kynferðislegan áhuga á mér, þannig var ég örugg um að vera samþykkt í vináttunni og upplifði mig mun öruggari með strákunum heldur en stelpum. Ég naut þess að vera álitin ögrandi og óhrædd í ástarmálum.
Sjálfsvirðing mín byggðist á því að vera viðurkennd útlitslega, kynferðislega eða gáfnafarslega, því að vera fróð í ástarmálum eða trú vinkona. Ég átti afskaplega erfitt með að nálgast fólk, sérstaklega á hverskyns samkomum, t.d. í partýum, nema það væri á tilfinningalegu eða kynferðislegu nótunum. Allt annað hélt ekki athygli minni og mér leiddust "venjulegar og yfirborðskenndar" samræður annarra. Ég upplifði þörf fyrir að komast undir brynjuna sem fólk var með og tala um "alvöru" hluti.
Í fyrstu byrjaði þessi árátta mín bara sem dagdraumar þar sem mig dreymdi um að ef ég kæmist í samband yrði ég elskuð og samþykkt og myndi finna sjálfsvirðingu. Fyrsti kærastinn hafði engar sársaukafullar tilfinningar að deila með mér og þessvegna fannst mér ég aldrei raunverulega tengd honum. Næsti kærasti hafði glás af sárum bernskuminningum og þar fann ég að það var þörf á mér. Hann setti mig á stall og pumpaði upp sjálfstraust mitt en einungis á útlits og kynlífssviðinu. Mér leið aldrei eins og honum fyndist ég beint skemmtileg. Ég leitaði til hans til að finna lausn á allri vanlíðan minni og í fyrstu virtist það ganga en með tímanum fór hann að bregðast mér oftar og oftar. Ég fór að vantreysta honum og reyna að góma hann við lygar eða önnur svik. Þegar svo var komið var engin gleði eftir í sambandinu. Það var ekkert traust eftir og aðeins sterk þrá í að hlutirnir yrðu aftur eins og þeir voru í byrjun.
Ég gerði miklar tilfinningalegar kröfur til hans, ég trúði því að kærasti manns ætti að vera til staðar fyrir mann öllum stundum og þoldi ekki þegar hann var ekki hjá mér. Hann átti að hugga mig því mér leið afskaplega illa. Hann hinsvegar gerði miklar kynferðislegar kröfur til mín. Mér leið eins og ég væri kynköld því ég vildi aldrei sofa hjá honum, en gerði það samt því hann þrýsti á mig með öllum leiðum. Alltaf þegar ég var án hans var ég orkulaus og fannst ég dofin og lömuð þar sem ég beið eftir að heyra bílinn hans renna upp að hlaðinu. Þrátt fyrir þessa svakalegu vanlíðan innan sambandsins gat ég ekki slitið þessu. Ég trúði því að ég elskaði hann út af lífinu, en í raun var þessi ást ekkert annað en gífurleg þörf og eftir því sem ég fékk þörfum mínum minna fullnægt fór ég að hata hann meira og meira.
Ég gat ekki endað sambandið öðruvísi en með því að finna annan. Ég fann strák sem ég tengdist sterkum tilfinningalegum böndum á útihátíð um verslunarmannahelgina. Ég laðaðist ofsalega mikið að honum og hann setti mig upp á stall með hrósi og fögrum orðum, ofar öðrum stelpum. Við vörðum hátíðinni í að tengjast gegnum biturð okkar á fyrrverandi mökum okkar, hvað þau hefðu verið vond við okkur.
Eftir útihátíðina, þegar heim var komið og sá strákur hafði engan áhuga á að verja öllum stundum með mér og sinna öllum tilfinningalegum þörfum mínum, og byrjaði með sinni fyrrverandi sem hann hafði baktalað svo heiftarlega, missti ég það alveg. Ég gat ekki hugsað um annað en hann, hringdi stöðugt í hann, grátbað hann að gerast "bara bólfélagar" ..þegar hann gaf loks eftir þeirri kröfu og við sváfum saman, án þess að hann vildi byrja með mér aftur, fannst mér ég notuð, tóm og meira einmana en áður.
Biturð mín útí karlmenn varð mitt aðalsmerki. Ég lokaðist tilfinningalega og meðan ég sótti áfram í útlitslegt samþykki stráka (staðfestingu á því að ég væri sexy), þá var ég svo reið eftir slæma meðhöndlun karla á mér að ég naut þess að gera þá hrifna af mér, svo þeir nærri því grátbáðu mig að byrja með sér. Ég hélt því fram að ég vildi bara vera frjáls og það þyrfti fleiri en einn karlmann til að fullnægja þörfum mínum, einn félaga sem ég gæti kúrt með, annan til að sofa hjá og enn annan til að leika sálfræðinginn minn.
Þessi opnu sambönd enduðu þó oftast á því að annar aðilinn særðist og þó ég hafi oftar en ekki haft völdin í upphafi, endaði ég oft sem sári aðilinn sem var hafnað. Sambönd komu og fóru og virtust eiga það sameiginlegt að þau virkuðu ekki.
Með árunum þurfti ég líka meira. Sem ung stelpa hafði einfalt hrós frá strák nægt mér til að fara í einskonar sæluvímu, en eftir því sem árin liðu var ég skeptískari og þurfti meira til að deyfa sársaukann. Ég var komin í sjálfheldu þegar ég þurfti svo mikið á tilfinningalegu "fixi" að ég var farin að fæla fólk frá mér. Ég gat ekki tælt strákana til mín lengur, því það lagði af mér megn desperation-lykt. Þannig fór ég að geta tælt til mín minna og minna spennandi stráka og lét mig samt hafa það því þeir voru skárri en engir. Ég vissi vel að það stefndi ekki í skárri tíma, sjálfsvirðing mín var í molum og ég var farin að íhuga hvort það væri ekki best að fara bara að stunda vændi. Græða einhvern pening og fá í leiðinni einhvers konar útlitslega og kynferðislega viðurkenningu á að ég væri einhvers virði.
Tími minn var liðinn og það eina sem beið mín var að verða gömul, ljót og ein. Ég saknaði þess að hafa yfirhöndina, völdin, þar sem strákar biðu mín í röðum, þótt ég hefði verið svona bitur. Ég saknaði gömlu góðu daganna þegar ég var "ung falleg og saklaus". Þótt ég hafi ekki verið gömul að árum var ég brunnin út.
Í þessu algjöra vonleysi hlaut þó að vera einhver leið til að vinna á sársaukanum og ég leitaði til stráks sem ég vissi fyrir víst að hafði farið oft og mörgum sinnum í meðferðir. Þó hann væri ennþá í greipum eiturlyfjafíknar datt mér í hug að hann hefði lært eitthvað til að takast á við þessar sársaukafullu niðursveiflur. Eftir að hann dró það upp úr mér hver fíkn mín væri, kom það mér ótrúlega á óvart, að í stað þess að hlæja að ruglinu í mér að tala um kynferðismál mín sem fíkn, benti hann mér á heimasíðu samtakanna.
Þar svaraði ég 40 spurninga sjálfskönnuninni og tengdi heldur betur við það sem þar stóð. Ég fór á netfundina, spurði einn slaa-félaga hvort henni liði eitthvað betur og hún svaraði heldur betur já. Ég las loforð samtakanna og langaði meir en allt í það sem þar var haldið fram að hægt væri að upplifa. Sjálfsvirðingu! Að njóta þess að vera ein! Ég var svo vonlaus og óhamingjusöm ég hefði gert hvað sem var. Það tók mig samt mánuð að koma mér á íslenskan fund. Það þurfti mikinn kjark að mæta á svæðið, en það var eina leiðin til að fá sér sponsor.
Ég fékk sponsor og hún fór að leggja fyrir mig skrifleg verkefni. 12 spora vinnan mín var hafin og ég var komin í fráhald frá samskiptum við þá strákum sem ég var fíkin í, næturbröltinu, veiðunum og viðreynslunum og áhrifin létu ekki á sér standa. Ég fór að uppfylla allar þarfirnar sem ég hafði forðast allan þennan tíma. Ég fór að sinna sjálf líkamlegum þörfum mínum, notandi HALT slagorðið - hungry angry lonely tired. Þetta var mér lífsspursmál að þegar mér leiddist, að ég myndi sýna mér þá sjálfsvirðingu að gera eitthvað annað, að leyfa mér ekki að vera fleiri klukkustundir í óþægindum því óþægindin voru undirrót þess að ég flúði í fíknina. Ég var orkumeiri og sársaukinn réð mér ekki lengur. Ég naut þess að mæta á fundina og tengdi af innlifun við það sem aðrir lýstu fyrir mér. Í fyrsta skipti á ævinni átti ég vini sem voru eins og ég, sem gátu verið til staðar fyrir mig og vildu það líka. Ég var komin heim.
Í dag hef ég svo upplifað upp og niðursveiflur í nýju fullnægðu lífi. Ég hef séð fólk koma og fara, séð fólk gefast upp á 12 spora vinnunni en hef líka verið svo heppin að sjá nokkra komast í fráhald og bata. Allir sem ég þekki sem hafa klárað sporin og unnið þau af einlægni lifa betra lífi, hafa miklu meiri sjálfsvirðingu, fara miklu betur með sig og eru að láta drauma sína rætast. Því um leið og maður stjórnast ekki lengur af sársauka og þörfinni fyrir næsta "fix" hefur maður orku og athygli til að eltast við aðra drauma og gera eitthvað við líf sitt. Nám, vinna og líkamsrækt er miklu auðveldari, því maður öðlast sjálfsaga og þarf ekki lengur að gera hluti á hörkunni. Sama gildir um sambönd, auk þess eru þau óeigingjarnari og byggð á væntumþykju en ekki þörf.
Andleg heilsa er þó nákvæmlega eins og líkamleg heilsa að því leitinu til að þó maður rækti hana vel í 3 mánuði dvína áhrifin ef maður hættir að sinna henni. SLAA er minn leikskóli og ég skammast mín á engan hátt fyrir að eiga heima þar, því fíkn mín voru eðlileg viðbrögð við því að kunna ekki að takast á við þarfir mínar, ábyrgð og tilfinningar. Mér var kennd hæfni til að takast á við lífið.
Fyrir allt þetta er ég þakklátari en orð fá lýst. Ég veit ekki hvort ég væri enn á lífi ef ég hefði ekki fundið SLAA því það var ekki mikið til að lifa fyrir. Það er djúp þrá í mér að hjálpa fólki sem enn þjáist þó það væri ekki nema brot af þeim þjáningum sem ég upplifði, þá væri það meir en of mikið. Hver sem þú ert, hvar sem þú ert, megi kærleiksmáttur lífsins næra þig og hjálpa.
Sjálfsvirðing mín byggðist á því að vera viðurkennd útlitslega, kynferðislega eða gáfnafarslega, því að vera fróð í ástarmálum eða trú vinkona. Ég átti afskaplega erfitt með að nálgast fólk, sérstaklega á hverskyns samkomum, t.d. í partýum, nema það væri á tilfinningalegu eða kynferðislegu nótunum. Allt annað hélt ekki athygli minni og mér leiddust "venjulegar og yfirborðskenndar" samræður annarra. Ég upplifði þörf fyrir að komast undir brynjuna sem fólk var með og tala um "alvöru" hluti.
Í fyrstu byrjaði þessi árátta mín bara sem dagdraumar þar sem mig dreymdi um að ef ég kæmist í samband yrði ég elskuð og samþykkt og myndi finna sjálfsvirðingu. Fyrsti kærastinn hafði engar sársaukafullar tilfinningar að deila með mér og þessvegna fannst mér ég aldrei raunverulega tengd honum. Næsti kærasti hafði glás af sárum bernskuminningum og þar fann ég að það var þörf á mér. Hann setti mig á stall og pumpaði upp sjálfstraust mitt en einungis á útlits og kynlífssviðinu. Mér leið aldrei eins og honum fyndist ég beint skemmtileg. Ég leitaði til hans til að finna lausn á allri vanlíðan minni og í fyrstu virtist það ganga en með tímanum fór hann að bregðast mér oftar og oftar. Ég fór að vantreysta honum og reyna að góma hann við lygar eða önnur svik. Þegar svo var komið var engin gleði eftir í sambandinu. Það var ekkert traust eftir og aðeins sterk þrá í að hlutirnir yrðu aftur eins og þeir voru í byrjun.
Ég gerði miklar tilfinningalegar kröfur til hans, ég trúði því að kærasti manns ætti að vera til staðar fyrir mann öllum stundum og þoldi ekki þegar hann var ekki hjá mér. Hann átti að hugga mig því mér leið afskaplega illa. Hann hinsvegar gerði miklar kynferðislegar kröfur til mín. Mér leið eins og ég væri kynköld því ég vildi aldrei sofa hjá honum, en gerði það samt því hann þrýsti á mig með öllum leiðum. Alltaf þegar ég var án hans var ég orkulaus og fannst ég dofin og lömuð þar sem ég beið eftir að heyra bílinn hans renna upp að hlaðinu. Þrátt fyrir þessa svakalegu vanlíðan innan sambandsins gat ég ekki slitið þessu. Ég trúði því að ég elskaði hann út af lífinu, en í raun var þessi ást ekkert annað en gífurleg þörf og eftir því sem ég fékk þörfum mínum minna fullnægt fór ég að hata hann meira og meira.
Ég gat ekki endað sambandið öðruvísi en með því að finna annan. Ég fann strák sem ég tengdist sterkum tilfinningalegum böndum á útihátíð um verslunarmannahelgina. Ég laðaðist ofsalega mikið að honum og hann setti mig upp á stall með hrósi og fögrum orðum, ofar öðrum stelpum. Við vörðum hátíðinni í að tengjast gegnum biturð okkar á fyrrverandi mökum okkar, hvað þau hefðu verið vond við okkur.
Eftir útihátíðina, þegar heim var komið og sá strákur hafði engan áhuga á að verja öllum stundum með mér og sinna öllum tilfinningalegum þörfum mínum, og byrjaði með sinni fyrrverandi sem hann hafði baktalað svo heiftarlega, missti ég það alveg. Ég gat ekki hugsað um annað en hann, hringdi stöðugt í hann, grátbað hann að gerast "bara bólfélagar" ..þegar hann gaf loks eftir þeirri kröfu og við sváfum saman, án þess að hann vildi byrja með mér aftur, fannst mér ég notuð, tóm og meira einmana en áður.
Biturð mín útí karlmenn varð mitt aðalsmerki. Ég lokaðist tilfinningalega og meðan ég sótti áfram í útlitslegt samþykki stráka (staðfestingu á því að ég væri sexy), þá var ég svo reið eftir slæma meðhöndlun karla á mér að ég naut þess að gera þá hrifna af mér, svo þeir nærri því grátbáðu mig að byrja með sér. Ég hélt því fram að ég vildi bara vera frjáls og það þyrfti fleiri en einn karlmann til að fullnægja þörfum mínum, einn félaga sem ég gæti kúrt með, annan til að sofa hjá og enn annan til að leika sálfræðinginn minn.
Þessi opnu sambönd enduðu þó oftast á því að annar aðilinn særðist og þó ég hafi oftar en ekki haft völdin í upphafi, endaði ég oft sem sári aðilinn sem var hafnað. Sambönd komu og fóru og virtust eiga það sameiginlegt að þau virkuðu ekki.
Með árunum þurfti ég líka meira. Sem ung stelpa hafði einfalt hrós frá strák nægt mér til að fara í einskonar sæluvímu, en eftir því sem árin liðu var ég skeptískari og þurfti meira til að deyfa sársaukann. Ég var komin í sjálfheldu þegar ég þurfti svo mikið á tilfinningalegu "fixi" að ég var farin að fæla fólk frá mér. Ég gat ekki tælt strákana til mín lengur, því það lagði af mér megn desperation-lykt. Þannig fór ég að geta tælt til mín minna og minna spennandi stráka og lét mig samt hafa það því þeir voru skárri en engir. Ég vissi vel að það stefndi ekki í skárri tíma, sjálfsvirðing mín var í molum og ég var farin að íhuga hvort það væri ekki best að fara bara að stunda vændi. Græða einhvern pening og fá í leiðinni einhvers konar útlitslega og kynferðislega viðurkenningu á að ég væri einhvers virði.
Tími minn var liðinn og það eina sem beið mín var að verða gömul, ljót og ein. Ég saknaði þess að hafa yfirhöndina, völdin, þar sem strákar biðu mín í röðum, þótt ég hefði verið svona bitur. Ég saknaði gömlu góðu daganna þegar ég var "ung falleg og saklaus". Þótt ég hafi ekki verið gömul að árum var ég brunnin út.
Í þessu algjöra vonleysi hlaut þó að vera einhver leið til að vinna á sársaukanum og ég leitaði til stráks sem ég vissi fyrir víst að hafði farið oft og mörgum sinnum í meðferðir. Þó hann væri ennþá í greipum eiturlyfjafíknar datt mér í hug að hann hefði lært eitthvað til að takast á við þessar sársaukafullu niðursveiflur. Eftir að hann dró það upp úr mér hver fíkn mín væri, kom það mér ótrúlega á óvart, að í stað þess að hlæja að ruglinu í mér að tala um kynferðismál mín sem fíkn, benti hann mér á heimasíðu samtakanna.
Þar svaraði ég 40 spurninga sjálfskönnuninni og tengdi heldur betur við það sem þar stóð. Ég fór á netfundina, spurði einn slaa-félaga hvort henni liði eitthvað betur og hún svaraði heldur betur já. Ég las loforð samtakanna og langaði meir en allt í það sem þar var haldið fram að hægt væri að upplifa. Sjálfsvirðingu! Að njóta þess að vera ein! Ég var svo vonlaus og óhamingjusöm ég hefði gert hvað sem var. Það tók mig samt mánuð að koma mér á íslenskan fund. Það þurfti mikinn kjark að mæta á svæðið, en það var eina leiðin til að fá sér sponsor.
Ég fékk sponsor og hún fór að leggja fyrir mig skrifleg verkefni. 12 spora vinnan mín var hafin og ég var komin í fráhald frá samskiptum við þá strákum sem ég var fíkin í, næturbröltinu, veiðunum og viðreynslunum og áhrifin létu ekki á sér standa. Ég fór að uppfylla allar þarfirnar sem ég hafði forðast allan þennan tíma. Ég fór að sinna sjálf líkamlegum þörfum mínum, notandi HALT slagorðið - hungry angry lonely tired. Þetta var mér lífsspursmál að þegar mér leiddist, að ég myndi sýna mér þá sjálfsvirðingu að gera eitthvað annað, að leyfa mér ekki að vera fleiri klukkustundir í óþægindum því óþægindin voru undirrót þess að ég flúði í fíknina. Ég var orkumeiri og sársaukinn réð mér ekki lengur. Ég naut þess að mæta á fundina og tengdi af innlifun við það sem aðrir lýstu fyrir mér. Í fyrsta skipti á ævinni átti ég vini sem voru eins og ég, sem gátu verið til staðar fyrir mig og vildu það líka. Ég var komin heim.
Í dag hef ég svo upplifað upp og niðursveiflur í nýju fullnægðu lífi. Ég hef séð fólk koma og fara, séð fólk gefast upp á 12 spora vinnunni en hef líka verið svo heppin að sjá nokkra komast í fráhald og bata. Allir sem ég þekki sem hafa klárað sporin og unnið þau af einlægni lifa betra lífi, hafa miklu meiri sjálfsvirðingu, fara miklu betur með sig og eru að láta drauma sína rætast. Því um leið og maður stjórnast ekki lengur af sársauka og þörfinni fyrir næsta "fix" hefur maður orku og athygli til að eltast við aðra drauma og gera eitthvað við líf sitt. Nám, vinna og líkamsrækt er miklu auðveldari, því maður öðlast sjálfsaga og þarf ekki lengur að gera hluti á hörkunni. Sama gildir um sambönd, auk þess eru þau óeigingjarnari og byggð á væntumþykju en ekki þörf.
Andleg heilsa er þó nákvæmlega eins og líkamleg heilsa að því leitinu til að þó maður rækti hana vel í 3 mánuði dvína áhrifin ef maður hættir að sinna henni. SLAA er minn leikskóli og ég skammast mín á engan hátt fyrir að eiga heima þar, því fíkn mín voru eðlileg viðbrögð við því að kunna ekki að takast á við þarfir mínar, ábyrgð og tilfinningar. Mér var kennd hæfni til að takast á við lífið.
Fyrir allt þetta er ég þakklátari en orð fá lýst. Ég veit ekki hvort ég væri enn á lífi ef ég hefði ekki fundið SLAA því það var ekki mikið til að lifa fyrir. Það er djúp þrá í mér að hjálpa fólki sem enn þjáist þó það væri ekki nema brot af þeim þjáningum sem ég upplifði, þá væri það meir en of mikið. Hver sem þú ert, hvar sem þú ert, megi kærleiksmáttur lífsins næra þig og hjálpa.