Sjálfskönnun S.L.A.A.
Til þess að átta þig betur á því hvort ástarfíkn og kynlífsfíkn sé vandamál sem þú ættir að skoða betur má prófa að svara þessum spurningum. Það er engin sérstök niðurstaða eða úrskurður, en ef þú ert með mörg já er líklegt að þú ættir að hugleiða þessi mál.
1. Hefurðu reynt að stjórna því hversu mikið kynlíf þú stundar eða hversu oft þú hittir ákveðna manneskju?
2. Hefur þér þótt erfitt að slíta sambandi, jafnvel þó að sambandið sé eyðileggjandi fyrir þig og láti þér líða illa?
3. Reynirðu að halda ástar- og kynlífsmálum þínum leyndum fyrir öðrum?
4. Kemstu í „vímu” af ást og kynlífi?
5. Hefur þú stundað kynlíf á óviðeigandi tímum, óviðeigandi stöðum eða með óviðeigandi fólki?
6. Reynirðu að setja þér reglur eða gefurðu sjálfum/sjálfri þér loforð í sambandi við ástar- eða kynlíf þitt sem þú getur ekki farið eftir?
7. Hefur þú stundað kynlíf með manneskju sem þig langaði ekki til að stunda kynlíf með?
8. Trúir þú því að kynlíf og/eða samband eigi eftir að gera líf þitt þolanlegra?
9. Hefur þér einhvern tíma liðið eins og þú yrðir að stunda kynlíf?
10. Trúir þú því að einhver geti „lagað” þig?
11. Reynirðu, eða hefur þú reynt, að halda tölu yfir rekkjunauta þína með því að skrifa hjá þér lista eða annað?
12. Finnur þú fyrir örvæntingu eða óróleika þegar þú ert aðskilin(n) frá rekkjunauti þínum eða elskhuga?
13. Ertu búin(n) að missa töluna yfir rekkjunauta þína eða hversu mörgum þú hefur sofið hjá?
14. Finnurðu fyrir örvæntingu þegar þú hugsar um þörf þína til að finna þér elskhuga, fá kynferðislegt „fix“ eða finna framtíðar maka?
15. Hefur þú stundað óábyrgt kynlíf, án þess að hugsa um afleiðingarnar, það er án þess að leiða hugann að því að þú gætir fengið herpes, lekanda, getið barn, orðið ólétt o.s.frv.?
16. Finnst þér þú alltaf vera að „lenda“ í lélegum samböndum?
17. Finnst þér að eini eða aðal kostur þinn í sambandi sé hversu góður rekkjunautur þú ert eða hæfileiki þinn til að veita hinum aðilanum tilfinningalegt „fix“?
18. Finnst þér eins og þú sért ekki alveg „lifandi“ nema þú sért með maka þínum eða bólfélaga?
19. Finnst þér þú eiga rétt á kynlífi?
20. Ertu í sambandi sem þú getur ekki slitið þótt þig langi til þess?
21. Hefur þú einhvern tíma ógnað fjárhagslegu öryggi þínu eða stöðu þinni í samfélaginu þegar þú reynir að komast yfir kynlífsfélaga?
22. Trúirðu því að vandræði í „ástarlífi“ þínu stafi af því að þú sért alltaf með „röngu“ manneskjunni?
23. Hefur þú einhvern tíma ógnað eða eyðilagt alvöru samband sem þú hefur verið í út af kynlífshegðun þinni utan sambandsins?
24. Fyndist þér lífið tilgangslaust ef þú gætir hvorki lifað kynlífi né verið í ástarsambandi?
25. Daðrar þú eða kemur af stað kynferðislegri spennu við fólk, jafnvel þótt þú ætlir þér það ekki?
26. Hefur kynhegðun þín eða sambandshegðun haft áhrif á orðspor þitt?
27. Kemurðu þér í „sambönd“ eða stundarðu kynlíf til þess að flýja undan vandamálum lífsins?
28. Líður þér illa yfir sjálfsfróun þinni, hversu oft þú fróar þér, fantasíunum sem þú notar eða hlutum?
29. Tekur þú þátt í einhvers konar gægjum eða ertu með sýniþörf sem lætur þér líða illa?
30. Finnst þér eins og þú þarfnist aukinnar tilbreytingar í kynlífi eða samböndum til þess að losa um líkamlega eða tilfinningalega spennu?
31. Þarft þú að stunda kynlíf eða „verða ástfangin(n)“ til að þér líði eins og „alvöru“ manni eða konu?
32. Finnst þér eins og kynferðishegðun þín og ástarlíf beri ekki árangur sem erfiði?
33. Áttu í erfiðleikum með að einbeita þér að öðrum sviðum lífsins vegna þess að kynlífs- eða ástarsambönd þín (hugsanir og tilfinningar) taka frá þér orku?
34. Stendurðu þig að því að vera í þráhyggju gagnvart ákveðinni persónu eða kynlífsupplifun jafnvel þó að það valdi þér óþægindum, tilfinningalegum sársauka eða fíkn?
35. Hefurðu einhvern tíma óskað þess að þú gætir hætt einhverri kynferðislegri hegðun eða sambandi í ákveðinn tíma?
36. Finnst þér eins og tilfinningalegur sársauki í lífi þínu fari vaxandi, sama hvað þú gerir?
37. Finnst þér eins og þú hafir ekki heilbrigða sjálfsmynd?
38. Finnst þér kynhegðun þín og sambönd/samband trufla andlegt líf þitt á neikvæðan hátt?
39. Finnst þér erfitt að ráða við líf þitt sökum þess að þú ert að verða tilfinningalega háðari öðrum í vaxandi mæli?
40. Hefur þú einhvern tíma hugsað að það gæti orðið meira úr þér og þú gætir fengið meira út úr lífinu ef þú værir ekki svo knúin(n) af þörf þinni fyrir kynlíf og sambönd?
1. Hefurðu reynt að stjórna því hversu mikið kynlíf þú stundar eða hversu oft þú hittir ákveðna manneskju?
2. Hefur þér þótt erfitt að slíta sambandi, jafnvel þó að sambandið sé eyðileggjandi fyrir þig og láti þér líða illa?
3. Reynirðu að halda ástar- og kynlífsmálum þínum leyndum fyrir öðrum?
4. Kemstu í „vímu” af ást og kynlífi?
5. Hefur þú stundað kynlíf á óviðeigandi tímum, óviðeigandi stöðum eða með óviðeigandi fólki?
6. Reynirðu að setja þér reglur eða gefurðu sjálfum/sjálfri þér loforð í sambandi við ástar- eða kynlíf þitt sem þú getur ekki farið eftir?
7. Hefur þú stundað kynlíf með manneskju sem þig langaði ekki til að stunda kynlíf með?
8. Trúir þú því að kynlíf og/eða samband eigi eftir að gera líf þitt þolanlegra?
9. Hefur þér einhvern tíma liðið eins og þú yrðir að stunda kynlíf?
10. Trúir þú því að einhver geti „lagað” þig?
11. Reynirðu, eða hefur þú reynt, að halda tölu yfir rekkjunauta þína með því að skrifa hjá þér lista eða annað?
12. Finnur þú fyrir örvæntingu eða óróleika þegar þú ert aðskilin(n) frá rekkjunauti þínum eða elskhuga?
13. Ertu búin(n) að missa töluna yfir rekkjunauta þína eða hversu mörgum þú hefur sofið hjá?
14. Finnurðu fyrir örvæntingu þegar þú hugsar um þörf þína til að finna þér elskhuga, fá kynferðislegt „fix“ eða finna framtíðar maka?
15. Hefur þú stundað óábyrgt kynlíf, án þess að hugsa um afleiðingarnar, það er án þess að leiða hugann að því að þú gætir fengið herpes, lekanda, getið barn, orðið ólétt o.s.frv.?
16. Finnst þér þú alltaf vera að „lenda“ í lélegum samböndum?
17. Finnst þér að eini eða aðal kostur þinn í sambandi sé hversu góður rekkjunautur þú ert eða hæfileiki þinn til að veita hinum aðilanum tilfinningalegt „fix“?
18. Finnst þér eins og þú sért ekki alveg „lifandi“ nema þú sért með maka þínum eða bólfélaga?
19. Finnst þér þú eiga rétt á kynlífi?
20. Ertu í sambandi sem þú getur ekki slitið þótt þig langi til þess?
21. Hefur þú einhvern tíma ógnað fjárhagslegu öryggi þínu eða stöðu þinni í samfélaginu þegar þú reynir að komast yfir kynlífsfélaga?
22. Trúirðu því að vandræði í „ástarlífi“ þínu stafi af því að þú sért alltaf með „röngu“ manneskjunni?
23. Hefur þú einhvern tíma ógnað eða eyðilagt alvöru samband sem þú hefur verið í út af kynlífshegðun þinni utan sambandsins?
24. Fyndist þér lífið tilgangslaust ef þú gætir hvorki lifað kynlífi né verið í ástarsambandi?
25. Daðrar þú eða kemur af stað kynferðislegri spennu við fólk, jafnvel þótt þú ætlir þér það ekki?
26. Hefur kynhegðun þín eða sambandshegðun haft áhrif á orðspor þitt?
27. Kemurðu þér í „sambönd“ eða stundarðu kynlíf til þess að flýja undan vandamálum lífsins?
28. Líður þér illa yfir sjálfsfróun þinni, hversu oft þú fróar þér, fantasíunum sem þú notar eða hlutum?
29. Tekur þú þátt í einhvers konar gægjum eða ertu með sýniþörf sem lætur þér líða illa?
30. Finnst þér eins og þú þarfnist aukinnar tilbreytingar í kynlífi eða samböndum til þess að losa um líkamlega eða tilfinningalega spennu?
31. Þarft þú að stunda kynlíf eða „verða ástfangin(n)“ til að þér líði eins og „alvöru“ manni eða konu?
32. Finnst þér eins og kynferðishegðun þín og ástarlíf beri ekki árangur sem erfiði?
33. Áttu í erfiðleikum með að einbeita þér að öðrum sviðum lífsins vegna þess að kynlífs- eða ástarsambönd þín (hugsanir og tilfinningar) taka frá þér orku?
34. Stendurðu þig að því að vera í þráhyggju gagnvart ákveðinni persónu eða kynlífsupplifun jafnvel þó að það valdi þér óþægindum, tilfinningalegum sársauka eða fíkn?
35. Hefurðu einhvern tíma óskað þess að þú gætir hætt einhverri kynferðislegri hegðun eða sambandi í ákveðinn tíma?
36. Finnst þér eins og tilfinningalegur sársauki í lífi þínu fari vaxandi, sama hvað þú gerir?
37. Finnst þér eins og þú hafir ekki heilbrigða sjálfsmynd?
38. Finnst þér kynhegðun þín og sambönd/samband trufla andlegt líf þitt á neikvæðan hátt?
39. Finnst þér erfitt að ráða við líf þitt sökum þess að þú ert að verða tilfinningalega háðari öðrum í vaxandi mæli?
40. Hefur þú einhvern tíma hugsað að það gæti orðið meira úr þér og þú gætir fengið meira út úr lífinu ef þú værir ekki svo knúin(n) af þörf þinni fyrir kynlíf og sambönd?
Er ég ástar- og kynlífsfíkill?
Aðeins þú sjálfur getur dæmt um það, hvort þú sért búinn að missa stjórnina á „kynlífs- og ástarhegðun“ þinni og hvort sá vanmáttur hafi haft áhrif á þig líkamlega, sálarlega, tilfinningalega, og andlega.
Í fyrstu var það erfitt fyrir okkur að viðurkenna að við réðum ekki lengur við ástar og kynlífsmál okkar. Þrátt fyrir umtalsverðar innri hindranir, sættum sum okkar okkur á endanum við það að staðreyndin væri einfaldlega sú að við værum ástar- og kynlífsfíklar. Við sem gerðum það, gátum þá loks snúið okkur að lausninni, það er, æðri mætti og bataáætlun.
Þegar við gerðum það, fundum við að sársaukinn við að gefast upp fyrir þessu vandamáli, reyndist minni en sársaukinn við að halda áfram áráttukenndu hegðunarmynstrunum á sviði kynlífs og tilfinningamála.
Þessar tillögur gætu hjálpað þér ef þú kemst að því að þú ræður ekki við kynlífs og ástar fíkn og ert tilbúinn að hefja bataferli.
A. Á stuttu tímabili, mættu á að minnsta kosti 6 S.L.A.A. fundi, og ákveddu svo hvort þú þarfnast hjálpar.
B. Þegar þú ert á fundum eða talar við aðra félaga, reyndu að sjá hvort þú hafir upplifað sömu tilfinningar og verið er að tjá, ekki bera þína sögu saman við þeirra.
C. Náðu þér í S.L.A.A. lesefni og lestu milli funda. 40 spurninga sjálfskönnunin hjálpaði mörgum okkar að meta rómantíska, kynferðislega og tilfinningalega hegðun okkar.
D. Reyndu að hætta einni tegund hegðunar, sem er að valda þér vandræðum, í 30 daga og athugaðu hvernig þér líður með það. Ef þú getur það ekki ein(n), getum við hjálpað þér.
Í fyrstu var það erfitt fyrir okkur að viðurkenna að við réðum ekki lengur við ástar og kynlífsmál okkar. Þrátt fyrir umtalsverðar innri hindranir, sættum sum okkar okkur á endanum við það að staðreyndin væri einfaldlega sú að við værum ástar- og kynlífsfíklar. Við sem gerðum það, gátum þá loks snúið okkur að lausninni, það er, æðri mætti og bataáætlun.
Þegar við gerðum það, fundum við að sársaukinn við að gefast upp fyrir þessu vandamáli, reyndist minni en sársaukinn við að halda áfram áráttukenndu hegðunarmynstrunum á sviði kynlífs og tilfinningamála.
Þessar tillögur gætu hjálpað þér ef þú kemst að því að þú ræður ekki við kynlífs og ástar fíkn og ert tilbúinn að hefja bataferli.
A. Á stuttu tímabili, mættu á að minnsta kosti 6 S.L.A.A. fundi, og ákveddu svo hvort þú þarfnast hjálpar.
B. Þegar þú ert á fundum eða talar við aðra félaga, reyndu að sjá hvort þú hafir upplifað sömu tilfinningar og verið er að tjá, ekki bera þína sögu saman við þeirra.
C. Náðu þér í S.L.A.A. lesefni og lestu milli funda. 40 spurninga sjálfskönnunin hjálpaði mörgum okkar að meta rómantíska, kynferðislega og tilfinningalega hegðun okkar.
D. Reyndu að hætta einni tegund hegðunar, sem er að valda þér vandræðum, í 30 daga og athugaðu hvernig þér líður með það. Ef þú getur það ekki ein(n), getum við hjálpað þér.