Sagan mín
Ég hef átt kærasta mestöll fullorðinsárin mín. Það var takmarkið mitt þegar ég var lítil að eignast kærasta. Metnaður minn snerist um það og ég sá ekki annað þegar ég hugsaði um framtíðina en; kærasti/eiginmaður, hús, bíl og barn. Einhver sem gæti verndað mig og séð fyrir öllum þörfum mínum. Fyrsta kærastann eignaðist ég þegar ég var rúmlega sextán ára, við byrjuðum saman afþví hann var hávaxinn og dökkhærður en það voru skilyrðin sem ég setti. Það samband entist í 11 mánuði, aðallega afþví ég kunni ekki að slíta sambandi. Það var samt ekkert voðalega slæmt, a.m.k. ekki miðað við það sem kom á eftir, en ég komst reyndar að því þegar við vorum hætt saman að hann hafði kysst aðra stelpu. Eins og sannur ástar- og kynlífsfíkill var ekki liðinn langur tími þartil ég var búin að finna annan gæja. Þessi var einu ári yngri en ég og leit mikið upp til bandarískra götustráka (gangstera). Hann hlustaði á rapp og kynnti mig fyrir hassreykingum. Ég var algerlega heilluð af honum. Hann sagði mér upp um vorið eftir rúmlega tvo mánuði, svo byrjuðum við saman aftur í nokkra daga og svo sagði hann mér aftur upp. Ég man hvað ég var eyðilögð, ég grét og grét, gat varla sofið og var alveg lystarlaus í nokkrar vikur. Ég var marga mánuði að jafna mig.
Næstu mánuðir voru frekar tíðindalitlir fyrir mig, ég svaf hjá tveimur strákum, hafði smá áhuga á öðrum þeirra en engan á hinum eftir að ég var búin að ,,vinna” hann og fór illa með þá báða. Ég man ekki eftir að hafa þjáðst af samviskubiti útaf framkomu minni. Næsta ,,alvöru” samband kom um haustið. Það var góður strákur, vinur vinkonu minnar og ég held að það að hún hafði eitthvað verið skotin í honum sem varð til þess að ég hafði einhvern áhuga á honum. Hann var frekar feiminn en skotinn í mér og við byrjuðum saman. Þremur mánuðum seinna fer ég til Ítalíu sem au pair.
Planið okkar var að vera í millilandasambandi en ég var ekki búin að vera lengi á Ítalíu þegar ég eignaðist ítalskan kærasta og sagði þeim íslenska upp bréfleiðis. Ég sá eftir því, ekki að hafa sært tilfinningar hans og farið illa með hann, heldur sá ég eftir honum fyrir mig því ég hafði verið skotin í honum og þetta var góður strákur.
Þegar ég kom aftur reyndi ég að endurnýja sambandið en sem betur fer fyrir okkur bæði hafði hann vit á að halda sér frá mér. Ég er þakklát fyrir það í dag og ég sá strax þarna að þetta var öllum fyrir bestu. Ég var farin að gera mér grein fyrir að ég var eitthvað stjórnlaus í ástarmálum. Ég sagði þeim ítalska upp um leið og ég var komin heim. Mér leið ekki illa yfir því, ég lék mér að því að lýsa því fyrir honum í bréfi að ég og gamli kærastinn minn værum að endurnýja sambandið og hvað við værum hamingjusöm saman. Ég sendi þó ekki bréfið, en eins og áður hafði ég ekki samviskubit yfir hætta með honum án nokkurra málalenginga. Eins og áður kom ég fram eins og tilfinningar annarra skiptu engu máli.
Dvölin á Ítaliu hafði verið erfið tilfinningalega og þegar ég kom heim hellti ég mér út í skemmtanalíf. Ég drakk hverja einustu helgi, stundum líka á fimmtudögum og sunnudögum og einu sinni á mánudegi. Það var mikil spenna og daður í gangi, strákur í hópnum var skotinn í mér, ég leyfði honum að ganga á eftir mér til að ýta undir sjálfálitið mitt en hafði ekki nokkurn áhuga á honum. Ég kunni heldur ekki að segjast ekki hafa áhuga, ég var svo hrædd um að viðbrögðin yrðu reiði í minn garð.
Vinkona mín var að sofa hjá flottasta stráknum í hópnum og mér fannst hann mjög spennandi. Við vorum þvílíkt að daðra við hvort annað en byrjuðum ekki strax saman, kannski afþví að hann var að sofa hjá vinkonu minni og vinur hans var skotin í mér. En ég held það hafi frekar verið afþví okkur fannst svo gaman að vera í aðalhlutverkunum, vera fólkið sem alla langaði í. Stundum gisti öll hersingin heima hjá mér þegar mamma og pabbi voru upp í bústað.
Ég var í svo miklu rugli að ég er ekki einu sinni almennilega viss um það hvort ég hafi átt að vera að passa yngri systkynin mín, eða hvort foreldrar mínir hafi reddað annarri pössun. Einu sinni keyrði ég litla bróður minn á tölvunámskeið, svo drukkin eftir djammið nóttina áður að ég man varla eftir því. Undir þessum kringumstæðum varð ég ólétt eftir strákinn sem var skotinn í mér, en við vorum saman í einhverja daga.
Ég fór í fóstureyðingu því ég var engan veginn tilbúin til að verða móðir og var búin að vera í mikilli áfengis- og hassneyslu. Ég var eitthvað að sækja skóla en man eftir tímabilinu í móðu og var mest hissa þegar ég náði þremur áföngum. Við byrjuðum saman í þessu rugli ég og þessi bólfélagi vinkonu minnar og hann hætti að sofa hjá (henni). Ég var nýbúin að segja við vinkonur mínar úr skólanum að nú ætlaði ég að taka árspásu frá strákum.
Við byrjuðum saman í október, djammrugl hélt áfram fram að vori en þá var ég orðin langleið á að fara á djammið og drekka, enda búin að næla mér í virkan alkóhólista sem ég gat nú farið að rembast við að breyta. Það hefur alltaf verið ,,my drug of choice”, að finna mér eitthvað grey sem er að berjast við fíkn og reyna að breyta honum í umhyggjusaman mann sem getur passað mig. Ef hann hefði hætt að drekka og farið að hegða sér eins og fullorðin manneskja hefði ,,hrifningin” mín örugglega horfið og ég hætt með honum. En ég gerði mér enga grein fyrir þessu, í mínum augum vorum við alvöru kærustupar og áttum nú að fara að byggja upp framtíðina saman.
Þessir 14 mánuðir sem við vorum saman voru átakamiklir. Ég naut þess að refsa honum með því að hætta með honum þegar hann hafði gert eitthvað af sér og láta hann eltast við mig. Að lokum hættum við alveg saman þegar ég komst að því að hann var ekki hættur að nota eiturlyf (döh, virkur alkóhólisti) og það hélst þegar ég komst að því að hann hafði verið að halda framhjá mér mestallan tímann sem við vorum saman. Ég má vera mjög þakklát fyrir að hafa ekki smitast af einhverju alvarlegu á þessum tíma. Reyndar má ég vera afar þakklát fyrir að hafa ekki smitast af neinum sjúkdómum meðan ég var virkur ástar- og kynlífsfíkill, því ég tók áhættu í þeim málum oftar en ég kæri mig um að rifja upp. Ég var komin með nýjan gaur upp á arminn þremur vikum síðar.
Það samband var allt öðruvísi, það er eins og ég hafi verið að endurhlaða batteríin. Í þessu sambandi var það ég sem var óábyrgi aðillinn sem djammaði meira en hinn, þessi kærasti hafði metnað og var ábyrgur og vildi alltaf hafa mig heima og vildi alltaf að við værum saman bara við tvö. Þannig eyddum við líka mestöllum tímanum sem við vorum saman, ég flutti nánast strax inn til hans og við vorum alltaf heima ef við vorum ekki í vinnunni, frekar einangrandi. Það var kærkomin hvíld, en þetta samband var einnig sjúkt, bara með öfugum formerkjum, og þegar hann fór út í háskóla var mér nokkuð létt, þó ég hafi kannski ekki verið meðvituð um það. Við ætluðum að vera saman áfram, hann mundi koma heim um jól og á sumrin og ég ætlaði að heimsækja hann út. Það var ekki liðin vika frá því hann fór út þegar ég var farin að halda framhjá honum með besta vini mínum.
Ég vildi láta sambandið við kærastann ganga upp, aðallega að ég held af því að hann var ,,öruggur”, metnaðarfullur, fjárhagslega traustur, fær um að vera í sambandi og stofna fjölskyldu. Þannig að ég sagði honum ekki frá framhjáhaldinu og reyndi að láta þetta ganga eins og ég gat. En ég gat ekki hugsað mér að sofa hjá honum eftir þetta, en gerði það einu sinni til að halda honum góðum. Ég varð ekki skotin í þessum vini mínum en ég var háð kynlífinu. Ég lék mér að tilfinningum hans og fannst ég vera valdamikil að geta valið milli tveggja stráka. Eins og áður hugsaði ég ekki um tilfinningar annarra, aðeins mínar og gerði það sem kom mér vel.
Að lokum játaði ég fyrir kærastanum að ég hafði verið að halda framhjá honum og sleit sambandinu við vininn. Ég fékk ógeð á þeim báðum en ég held að ég hafi raunverulega fengið ógeð á sjálfri mér, en endurkastað því á þá. Ég þjáðist af afleiðingum gjörða minna, ég hélt þá að ég væri með samviskubit yfir að hafa komið svona illa fram, en í dag tel ég að ég hafi aðallega verið að vorkenna sjálfri mér, og kannski aðeins kærastanum. Hann var skiljanlega sár, en vildi samt halda áfram að vera saman. Ég vildi það ekki en eins og áður kunni ég ekki að koma mér úr sambandi, þannig að við héldum millilandadæminu áfram aðeins eða þangað til ég var búin að uppgötva annan vin sem mér fannst meira varið í. Ég sagði að lokum kærastanum upp símleiðis eftir að hafa sofið hjá þeim vini mínum, og við fórum að vera saman.
Þessi strákur var og er virkilega vandaður strákur sem á ekki við nein fíknartengd vandamál að stríða, ef maður lítur aðeins framhjá vafasömu vali hans á kvenmönnum semog framhjáhaldinu hinum megin við borðið. Ég entist líka lengst með honum eða 1 ½ ár með einni tveggja mánaða pásu. Við hættum saman afþví að ,,ég var bara ekki nógu hrifin af honum”.
Eftir þessi sambandsslit, sem gerðust á eins vinalegu og dramalausu nótum og hægt er að hafa það þegar maður er virkur ástar- og kynlífsfíkill, kom langt karlmannslaust tímabil, eða tæp 2 ½ ár. Ég sór að núna skyldi ég taka mér langa pásu frá karlmönnum. Ég sá fyrir mér að að lokinni hæfilegri pásu mundi ég hitta draumaprinsinum og stofna fjölskyldu.
Ég einangraðist, hætti að reykja á viljastyrknum sem varð til þess að ég fitnaði og upplifði mig því ekki eins aðlaðandi í augum karlpeningsins. Það slokknaði á mér kynferðislega, ég stundaði ekkert kynlíf og hætti einnig að stunda sjálfsfróun í fyrsta skipti, en hana hafði ég uppgötvað 8 ára að aldri. Ég var ekki að gera neitt til að þroska andlegu hlið mína, bara vinna, safna peningum og telja dagana þangað til draumaprinsinn kæmi og bjargaði mér frá sjálfri mér.
Það var ekki liðinn langur tími þangað til ég var aftur farin að líta í kringum mig, en af einni eða annarri ástæðu, voru strákarnir ekki að eltast við mig lengur. Kannski afþví í fyrsta skipti upplifði ég mig sem örvæntingafulla. Ég byrjaði aftur að reykja og fór ásamt vinkonu minni að taka inn spítt til að grennast. Ég fór að refsa sjálfri mér með megrun og ræktinni. Við vorum alltaf á djamminu en núna fór ég gagngert til að ná mér í kærasta. Ég var alltaf að leita að næsta mögulega kærasta.
Siðferðiskennd mín, sem hafði aldrei verið mjög mikil, fór enn lækkandi og ég fór að leyfa strákum að nota mig kynferðislega í von um að þeir yrðu hrifnir af mér þegar þeir kynntust mér. Andlegt ástand mitt var orðið ansi fátækt þegar ég loksins kynnist strák í gegnum annan strák sem þessi vinkona mín var að hitta. Mér fannst hann ekkert heillandi til að byrja með, hann drakk ekki og sýndi mér áhuga en það hafði alltaf verið ,,turn off” fyrir mig ef strákar voru of auðveldir.
Ég leyfði honum samt að bjóða mér út að borða og keyra mig hingað og þangað á flottu bílunum sem ég komst að seinna að kunningi hans og pabbi áttu. Vinkonu minni fannst hann flottur og þá vildi ég bíða og sjá hvort mér litist betur á hann eftir því sem tíminn liði. Hann fór alltaf með okkur á djammið og þar kom að að hann féll enda hafði hann ekki lengi verið edrú þegar hér var komið við sögu. Svo trúði hann mér fyrir því að hann væri að selja eiturlyf. Hann leit á sig sem stóran kall í þessum heimi og fannst ekkert athugavert við hvað hann fékkst við sér til lífsviðurværis. Eftir það gerðust hlutirnir hratt og ég varð yfir mig hrifin af honum.
Eftir næturlangt djamm sýndi hann á sér aðra, ofbeldisfyllri hlið og ég, verandi mjög veikur ástar- og kynlífsfíkill, varð ,,ástfangin”. Þarna var sko draumaprinsinn mættur. Sambandið var mjög ljótt og ofbeldisfullt, en sem betur fer stutt. Ég veit ekki hvort okkar var verra við hitt en ég geri mér þó grein fyrir því í dag, að við vorum bæði veikir einstaklingar sem höfðum enga stjórn á framkomu okkar. Sambandið entist í hálft ár, hann var alltaf að reyna að halda sér edrú og ég var stanslaust í fantasíuleik að plana brúðkaupið milli þess sem ég var að reyna að hætta með honum. Að lokum var það hann sem sleit sambandinu.
Ég var alveg miður mín í viku, en svo varð mér bara ótrúlega létt. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég var hætt að neyta eiturlyfja, þannig að hugur minn var ekki eins mikið í þoku og áður. Vinkona mín sem hafði verið aðal djammfélaginn minn var líka gengin í AA og hafði ótrúlega góð áhrif á mig að því leyti.
Ég ákvað að ég mundi forðast alla stráka sem væru alkóhólistar því ég var búin að verða vitni að þannig uppeldisaðstæðum og ég ætlaði ekki að bjóða börnunum mínum upp á það. Kannski hjálpaði það til að sjá og upplifa volæði eiturlyfjafíknarinnar með eigin augum.
Þetta var um vorið og sumarið var frekar tíðindalaust. Eftir svona rosalega dramatískt samband var ég komin með nóg, í bili. Ég var búin að sækja um í háskóla og hlakkaði til að vinna mig upp í samfélaginu (=ná mér í efnilegan kærasta).
Fyrstu vikuna í skólanum kynnist ég strák. Það var eins og rafspenna væri á milli okkar, svo mikið laðaðist ég að honum. Við byrjum að kyssast á fyrsta skóladjamminu og ég segi stráknum sem ég hafði eitthvað verið að hitta upp, í gegnum sms, milli kossatarna. Að venju var ég ekkert að láta tilfinningar annarra koma í veg fyrir að ég hegðaði mér eins og mér þóknaðist. Ég var ótrúlega ánægð með þetta, þessi strákur hafði aldrei snert eiturlyf utan eitt skipti þegar hann prófaði að reykja hass og drakk lítið þannig að hann var augljóslega ekki alkóhólisti. Hann var í háskóla þannig að hann var metnaðarfullur. Og ég laðaðist að honum sem mér fannst mikilvægasti hlutinn.
Ég hefði getað spurt mig af hverju ég laðaðist svona sterklega að honum en það átti svosem eftir að koma nógu snemma í ljós. Við töluðum endalaust mikið saman og mér fannst við tengjast á öllum sviðum. Þegar við vorum búin að vera að hittast á hverju kvöldi í um viku spyr ég hann hvort að hann sé kærastinn minn. Nokkuð fát kom á hann en ég tók ekki eftir því því hann svaraði já. Nokkrum dögum seinna erum við eitthvað að ræða saman um ekkert sérstakt og ég spyr hann mjög hreinlega hvort hann vilji eignast börn í framtíðinni og hann svarar því einnig játandi. Enn eitt atriðið sem við eigum sameiginlegt hugsa ég ánægð, merki ,,check” í huganum og spyr hann hvort honum finnist hæfilegt að vera búin að vera saman í þrjú ár áður en við eignumst börn.
Þarna erum við búin að vera saman í samtals tvær vikur ef ég tel með vikuna áður en ég spurði hvort við værum í sambandi. Hann svarar þessu játandi líka. Í dag geri ég mér grein fyrir að tveir heilbrigðir einstaklingar mundu ekki eiga svona samtal á þennan hátt, en þegar það átti sér stað fannst mér þetta fullkomlega eðlilegt samtal. Við erum saman í rúman mánuð áður enn hann segir mér upp í fyrsta skipti. Ég var alveg eyðilögð, hugsaði stanslaust um hvernig hann var farinn að hegða sér og gerði mér grein fyrir að hann var búinn að vilja hætta með mér í allavegana helming af tímanum sem við vorum saman.
Núna var ég ekki í neinni neyslu og því ekki með neitt til að deyfa sársaukann. Ég fékk rosaleg fráhvarfseinkenni alveg eins og þegar alkóhólisti hættir að drekka. Eini munurinn á alkóhólista og ástar- og kynlífsfíkli er hvernig þeir kjósa að fá ,,fixið sitt” (drug of choice). Það eina sem ég vildi var að vera með honum, ég gat ekki hugsað um neitt annað. Ég átti erfitt með að sofna á kvöldin vegna hugsana sem voru orðnar að þráhyggju, þegar ég opnaði augun á morgnanna var hann í huga mér. Þessu fylgdi nístandi sársauki í hjartastað. Samt var ég svo stolt að þegar hann sendir mér sms nokkrum dögum seinna og segir að hann sakni mín þá segi ég honum að hætta því.
Að lokum var sársaukinn orðinn of mikill og ég sneri mér að því eina sem ég átti eftir til að deyfa sársaukann. Ég fór í mjög dramatíska megrun, meðan ég var svöng fann ég ekki eins mikið fyrir sársaukanum af sambandslitunum. Eftir um tvær vikur tek ég eftir því að strákurinn er aftur farinn að sýna mér áhuga. Það virkaði eins og plástur á tilfinningar mínar og mér fór að líða betur, en tókst samt að láta líða 4 vikur í viðbót áður en við byrjuðum saman aftur. Ég varð að láta hann aðeins ganga á eftir mér eftir allar yfirlýsingarnar við vinkonur mínar um að ég mundi aldrei byrja með honum aftur.
Einhvernveginn tókst mér að halda áfram í þessari rosalegu megrun, sennilega afþví að innst inni gerði ég mér grein fyrir að það að ég varð mjög grönn og flott af henni og sú staðfesta sem ég sýndi varð til þess að áhugi stráksins á mér viðhélst aðeins áfram eftir að við byrjuðum saman aftur. Um áramótin segist hann vera ástfanginn af mér og ég er í skýjunum. Hann hafði alltaf verið mikið í ákveðnum tölvuleik og þegar það kom ný útgáfa af honum um jólin má segja að hann hafi horfið inn í tölvuna sína. Um þremur mánuðum seinna er ég komin með hundleið á að borða alltaf sama matinn og hætti í þessari megrun. Þarsem ég er fíkill og geri aldrei neitt í hálfkaki byrja ég að fitna aftur frekar hratt.
Ég var orkulaus og vanrækti flestallar þarfir mínar. Mér leið ekki vel. Dagurinn fór í svefn, sjónvarpsgláp og nart. Kærastinn eyðir meiri og meiri tíma í tölvuleik og samskiptin eru afskaplega bág. Þó við eyddum tímanum í sama herberginu voru lítil samskipti í gangi. Um vorið spyr ég hann hvort hann vilji vera áfram með mér og hann segist ekki vita það. Í þetta skiptið varð ég svo reið að ég sagði honum að fara heim til foreldra sinna að sofa þar. Daginn eftir sleit ég sambandinu, og ætlaði sko aldrei að byrja með honum aftur. Við vorum samt byrjuð saman aftur viku seinna. Það er ómögulegt fyrir virkan ástarfíkil að standast þokka virks kynlífsfíkils þegar hann leggur snörur sínar fyrir mann. Það er a.m.k. mín reynsla. Skólinn klárast og við tekur sumarvinna, nema hjá kærastanum sem vildi frekar vera á atvinnuleysisbótum og eyða tímanum í tölvuleik. Ég kom ekki með nein mótmæli enda gerði ég ekki kröfur umfram að fá tilfinningalegt/kynferðislegt fix og var hvort sem er í afneitun frá raunveruleikanum, en vegna þrýstings frá fjölskyldunni hans og minni fann hann sér að lokum vinnu. Þannig líður sumarið, vinna á daginn og svo sjónvarpsgláp og nart hjá mér og tölvuleikir hjá honum á kvöldin. Ég verð þyngri og þyngri, bæði á líkama og sál og hann hverfur lengra og lengra inn í tölvuna sína.
Um haustið segir hann mér aftur upp. Ég fer í megrun. Svo sér hann að sér. Svo hættir hann aftur við. Tíminn sem við erum saman styttist og styttist. Að lokum kemur að því að við byrjum ekki saman aftur. Ég tók þá ákvörðun að forðast hann því ég þoldi einfaldlega ekki meiri höfnun. Til að fá fixið og viðurkenninguna sem ég var fyrir löngu orðin háð skráði ég mig í Einkamál, nokkuð sem ég hafði fram að þessu talið fyrir neðan virðingu mína.
Til að byrja með skráði ég mig undir stefnumót en það leið ekki á löngu þartil ég bjó til aðra enn óheiðarlegri lýsingu og skráði mig undir flokknum skyndikynni. Ég sá að allir strákarnir sem mér fannst mest spennandi voru þar. Ég var með þá fantasíu í hausnum að kynnast einhvernveginn draumaprinsinum á þennan máta og fékk jafnframt kikk út úr því að sjá hversu margir karlmenn sýndu áhuga. Ég fékk líka kikk út úr því að ljúga um sjálfa mig, vera köld og dónaleg og gera nákvæmlega það sem mér þóknaðist. Að sama skapi varð ég þunglyndari og þunglyndari, því ég var stanslaust að gera hluti sem ég var síður en svo stolt af. Ég vanrækti námið svo mjög að ég féll í öllum áföngum þá önnina. Þá gat ég ekki meir. Ég hafði aldrei frið í sálinni, ekki einu sinni þegar ég svaf því ég dreymdi ýmist gráa þunglyndislega drauma eða fékk martraðir.
Ég pantaði tíma hjá heimilislækninum sem skrifaði upp á þunglyndislyf fyrir mig. Líðan mín skánaði umtalsvert. Kvíðinn hvarf, ég hætti að fara inná einkamál og fór að hafa áhuga á náminu. Gamla vandamálið var samt ennþá til staðar. Ég fór að rækta sambandið betur við vinkonur mínar, en gat ekki lokað augunum fyrir því að í hvert sinn sem ég fór út með þeim var ég alltaf með radarinn í gangi að leita eftir næsta mögulega kærasta. Ég fór að tala aftur við minn fyrrverandi og taldi mér trú um að ég gerði það af nauðsyn því við vorum í sama skóla og þekktum sama fólkið og að við gætum nú víst verið vinir. Ég var með þráhyggju út í hann, hugsaði um hann mestallan daginn. En ég vildi ekki viðurkenna það fyrir sjálfri mér, vildi ekki viðurkenna að ég réði ekki yfir eigin hugsunum og gjörðum.
Það sem varð til þess að ég gafst upp, var að við fórum bæði út að skemmta okkur með skólanum. Þarna vorum við farin að tala saman á hverjum degi og ég eyddi ofboðslegri orku í að standast töfra hans þegar hann var að daðra, og taldi sjálfri mér trú um að ég væri svo sterk, að ég gæti höndlað aðstæður. Daginn sem skóladjammið var var hann búinn að vera þurr á manninn allan daginn eins og hann var alltaf rétt áður en hann sagði mér upp áður fyrr, en ég lét eins ég tæki ekki eftir því. Seinna um kvöldið þegar ég var komin í glas gafst ég loksins upp og spurði hann hvað væri að.
Ég man ekki hverju hann svaraði en aðalatriðið var að hann var að hafna mér í enn eitt skiptið. Og í þetta skiptið vorum við ekki einu sinni saman. Ég hljóp grenjandi inn á klósett til að reyna að jafna mig nógu mikið til að geta farið heim án þess að mikið bæri á. Þvílík niðurlæging, að vera hágrátandi inni á klósetti í litlu partíi með öllum skólafélögunum yfir strák sem var ekki einu sinni kærastinn minn lengur og ég löngu komin af gelgjualdrinum. Botninum var náð. Hann var ekki eins hræðilegur og hann hefði auðveldlega getað verið.
Ég náði botninum aðallega með því viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég væri löngu búin að missa stjórnina á lífi mínu. Ég gat ekki afneitað því lengur, sannanirnar voru yfirgnæfandi. Daginn eftir fór ég í megnustu vanlíðan til þessarar vinkonu mína í AA í von um huggun og tilfinningalegt fix. Til allrar hamingju benti hún á SLAA samtökin, ekki í fyrsta skipti, sem mögulega lausn á vanda mínum. Ég tók strax ákvörðun um að mæta á næsta fund. Mér leið betur um leið og ég hafði tekið ákvörðunina. Ég trúi því að Guð hafi sent mig til nákvæmlega þessarar vinkonu minnar á þessu viðkvæma augnabliki í lífi mínu, til að koma mér þangað sem ég þurfti að fara, því ég var komin heim.
Það er sagt í fráhaldskaflanum að þegar við hefjum fráhald og slítum samskiptum við þráhyggjuna (eða þráhyggjurnar) þá fyllum við ekki upp í eyðuna með nýjum einstaklingi heldur prófum við, kannski í fyrsta skipti, hvernig það er að vera einn.
Í byrjun var botnhegðunarlistinn minn svohljóðandi; internetið í kynferðislegum tilgangi, eiga í sambandi við þráhyggjuna mína, fara á skemmtistaði til að veiða/daðra við stráka, og að stunda kynlíf utan sambands. Seinna bættist fleira við eins og að eltast við fólk sem hefur ekkert að gefa mér tilfinningalega og reyna að stjórna því hvernig kærastinn minn eyðir tímanum sínum.
Þegar ég sleit samskiptunum við fyrrverandi þráhyggjuna mína og hóf fráhald þá var það í fyrsta skiptið sem ég hafði ekki þessa þörf fyrir að finna einhvern annan. Mig langaði til að eyða tíma með sjálfri mér og kynnast sjálfri mér. Það var svo margt um mig sem mig langaði að vita, en vissi ekki um því ég hafði eytt mestallri ævi minni í að forðast raunveruleikann. Núna hafði ég kynnst SLAA aðferðinni, og vildi prófa öll verkfærin sem samtökin höfðu upp á að bjóða.
Mér fannst þetta svo geðveikt spennandi að allan tímann sem ég var í algeru fráhaldi* frá öllu kynlífstengdu og drykkju tók ég eiginlega ekkert eftir því að ég væri að neita mér um eitthvað. Ég upplifði tímabilið aldrei sem aðhald því ég var allan tímann að dekra við sjálfa mig með öllu því sem ég hafði farið á mis við áður; að eiga raunverulega tengingu við Guð og sjálfa mig. Ég fann svo mikinn kærleik að ég sveif á bleiku skýi allan daginn; ég gerði sporavinnu, mætti á fundi, stundaði skólann af (nýfengnum) krafti og áhuga og ræktaði sambandið við vinkonur mínar og fjölskylduna mína, af heilum hug. Ég stundaði hugleiðslu, fór út í göngutúra ein með mp3-spilarann minn og hlustaði á fallega tónlist og naut þess í fyrsta skipti að vera í núinu.
Fataskápurinn minn gerbreyttist og ég litaði hárið á mér, en ég hafði ekki þorað að breyta til í 7 ár. Nokkru seinna krúnurakaði ég mig. Ég klæddist ekki háhæluðum skóm í heilt ár. Ég komst að því að mér finnst gaman að breyta til, og að eina manneskjan þarf að samþykkja mig, er ég sjálf. Ég fór að þora að koma hlutum í framkvæmd sem ég hafði varla leyft mér að dreyma um áður. Mig hafði lengi langað að læra að kafa. Fyrsta sumarið mitt sem ég var edrú af ástar- og kynlífsfíkn, eyddi ég ein erlendis við köfun allt sumarið, og fékk að lokum kafarameistararéttindi.
Þessi strákur sem mér hafi einu sinni fundist mikilvægari en allt annað, fór fljótt að vera minna og minna í huga mér.
Nokkrum vikum seinna gerði ég mér grein fyrir að ég leit hann allt öðrum augum en ég hafði áður gert. Áður gat ég ekki hugsað mér lífið án hans,fannst að hann yrði að breytast og ég ætlaði að breyta honum, bjarga honum svo við gætum verið saman. En þarna var eins og hulu hefði verið svipt af honum og ég fór að sjá hann eins og allir aðrir sáu hann, sem veikan einstakling sem þjáðist og var ófær um að sjá um sjálfan sig, hvað þá að vera í heilbrigðu sambandi og stofna fjölskyldu. Þarna snarhætti ég einnig að vorkenna honum fyrir hvað hann ætti bágt. Ég skildi að hann hefði frjálsan vilja eins og allir aðrir, og ef hann vildi hætta að láta sér líða illa gæti hann það. En ég var búin að missa áhugann á honum, og hann eða öllu heldur ástar- og kynlífsfíknin, var búin að missa tökin á mér. Ég var frjáls.
*Ég er að sjálfsögðu enn í fráhaldi en meðan ég fór í gegnum sporin en þá var ég líka í fráhaldi frá sjálfsfróun og drakk ekki. Í dag drekk ég mig ekki fulla lengur, hef einfaldlega engann áhuga á því.
Næstu mánuðir voru frekar tíðindalitlir fyrir mig, ég svaf hjá tveimur strákum, hafði smá áhuga á öðrum þeirra en engan á hinum eftir að ég var búin að ,,vinna” hann og fór illa með þá báða. Ég man ekki eftir að hafa þjáðst af samviskubiti útaf framkomu minni. Næsta ,,alvöru” samband kom um haustið. Það var góður strákur, vinur vinkonu minnar og ég held að það að hún hafði eitthvað verið skotin í honum sem varð til þess að ég hafði einhvern áhuga á honum. Hann var frekar feiminn en skotinn í mér og við byrjuðum saman. Þremur mánuðum seinna fer ég til Ítalíu sem au pair.
Planið okkar var að vera í millilandasambandi en ég var ekki búin að vera lengi á Ítalíu þegar ég eignaðist ítalskan kærasta og sagði þeim íslenska upp bréfleiðis. Ég sá eftir því, ekki að hafa sært tilfinningar hans og farið illa með hann, heldur sá ég eftir honum fyrir mig því ég hafði verið skotin í honum og þetta var góður strákur.
Þegar ég kom aftur reyndi ég að endurnýja sambandið en sem betur fer fyrir okkur bæði hafði hann vit á að halda sér frá mér. Ég er þakklát fyrir það í dag og ég sá strax þarna að þetta var öllum fyrir bestu. Ég var farin að gera mér grein fyrir að ég var eitthvað stjórnlaus í ástarmálum. Ég sagði þeim ítalska upp um leið og ég var komin heim. Mér leið ekki illa yfir því, ég lék mér að því að lýsa því fyrir honum í bréfi að ég og gamli kærastinn minn værum að endurnýja sambandið og hvað við værum hamingjusöm saman. Ég sendi þó ekki bréfið, en eins og áður hafði ég ekki samviskubit yfir hætta með honum án nokkurra málalenginga. Eins og áður kom ég fram eins og tilfinningar annarra skiptu engu máli.
Dvölin á Ítaliu hafði verið erfið tilfinningalega og þegar ég kom heim hellti ég mér út í skemmtanalíf. Ég drakk hverja einustu helgi, stundum líka á fimmtudögum og sunnudögum og einu sinni á mánudegi. Það var mikil spenna og daður í gangi, strákur í hópnum var skotinn í mér, ég leyfði honum að ganga á eftir mér til að ýta undir sjálfálitið mitt en hafði ekki nokkurn áhuga á honum. Ég kunni heldur ekki að segjast ekki hafa áhuga, ég var svo hrædd um að viðbrögðin yrðu reiði í minn garð.
Vinkona mín var að sofa hjá flottasta stráknum í hópnum og mér fannst hann mjög spennandi. Við vorum þvílíkt að daðra við hvort annað en byrjuðum ekki strax saman, kannski afþví að hann var að sofa hjá vinkonu minni og vinur hans var skotin í mér. En ég held það hafi frekar verið afþví okkur fannst svo gaman að vera í aðalhlutverkunum, vera fólkið sem alla langaði í. Stundum gisti öll hersingin heima hjá mér þegar mamma og pabbi voru upp í bústað.
Ég var í svo miklu rugli að ég er ekki einu sinni almennilega viss um það hvort ég hafi átt að vera að passa yngri systkynin mín, eða hvort foreldrar mínir hafi reddað annarri pössun. Einu sinni keyrði ég litla bróður minn á tölvunámskeið, svo drukkin eftir djammið nóttina áður að ég man varla eftir því. Undir þessum kringumstæðum varð ég ólétt eftir strákinn sem var skotinn í mér, en við vorum saman í einhverja daga.
Ég fór í fóstureyðingu því ég var engan veginn tilbúin til að verða móðir og var búin að vera í mikilli áfengis- og hassneyslu. Ég var eitthvað að sækja skóla en man eftir tímabilinu í móðu og var mest hissa þegar ég náði þremur áföngum. Við byrjuðum saman í þessu rugli ég og þessi bólfélagi vinkonu minnar og hann hætti að sofa hjá (henni). Ég var nýbúin að segja við vinkonur mínar úr skólanum að nú ætlaði ég að taka árspásu frá strákum.
Við byrjuðum saman í október, djammrugl hélt áfram fram að vori en þá var ég orðin langleið á að fara á djammið og drekka, enda búin að næla mér í virkan alkóhólista sem ég gat nú farið að rembast við að breyta. Það hefur alltaf verið ,,my drug of choice”, að finna mér eitthvað grey sem er að berjast við fíkn og reyna að breyta honum í umhyggjusaman mann sem getur passað mig. Ef hann hefði hætt að drekka og farið að hegða sér eins og fullorðin manneskja hefði ,,hrifningin” mín örugglega horfið og ég hætt með honum. En ég gerði mér enga grein fyrir þessu, í mínum augum vorum við alvöru kærustupar og áttum nú að fara að byggja upp framtíðina saman.
Þessir 14 mánuðir sem við vorum saman voru átakamiklir. Ég naut þess að refsa honum með því að hætta með honum þegar hann hafði gert eitthvað af sér og láta hann eltast við mig. Að lokum hættum við alveg saman þegar ég komst að því að hann var ekki hættur að nota eiturlyf (döh, virkur alkóhólisti) og það hélst þegar ég komst að því að hann hafði verið að halda framhjá mér mestallan tímann sem við vorum saman. Ég má vera mjög þakklát fyrir að hafa ekki smitast af einhverju alvarlegu á þessum tíma. Reyndar má ég vera afar þakklát fyrir að hafa ekki smitast af neinum sjúkdómum meðan ég var virkur ástar- og kynlífsfíkill, því ég tók áhættu í þeim málum oftar en ég kæri mig um að rifja upp. Ég var komin með nýjan gaur upp á arminn þremur vikum síðar.
Það samband var allt öðruvísi, það er eins og ég hafi verið að endurhlaða batteríin. Í þessu sambandi var það ég sem var óábyrgi aðillinn sem djammaði meira en hinn, þessi kærasti hafði metnað og var ábyrgur og vildi alltaf hafa mig heima og vildi alltaf að við værum saman bara við tvö. Þannig eyddum við líka mestöllum tímanum sem við vorum saman, ég flutti nánast strax inn til hans og við vorum alltaf heima ef við vorum ekki í vinnunni, frekar einangrandi. Það var kærkomin hvíld, en þetta samband var einnig sjúkt, bara með öfugum formerkjum, og þegar hann fór út í háskóla var mér nokkuð létt, þó ég hafi kannski ekki verið meðvituð um það. Við ætluðum að vera saman áfram, hann mundi koma heim um jól og á sumrin og ég ætlaði að heimsækja hann út. Það var ekki liðin vika frá því hann fór út þegar ég var farin að halda framhjá honum með besta vini mínum.
Ég vildi láta sambandið við kærastann ganga upp, aðallega að ég held af því að hann var ,,öruggur”, metnaðarfullur, fjárhagslega traustur, fær um að vera í sambandi og stofna fjölskyldu. Þannig að ég sagði honum ekki frá framhjáhaldinu og reyndi að láta þetta ganga eins og ég gat. En ég gat ekki hugsað mér að sofa hjá honum eftir þetta, en gerði það einu sinni til að halda honum góðum. Ég varð ekki skotin í þessum vini mínum en ég var háð kynlífinu. Ég lék mér að tilfinningum hans og fannst ég vera valdamikil að geta valið milli tveggja stráka. Eins og áður hugsaði ég ekki um tilfinningar annarra, aðeins mínar og gerði það sem kom mér vel.
Að lokum játaði ég fyrir kærastanum að ég hafði verið að halda framhjá honum og sleit sambandinu við vininn. Ég fékk ógeð á þeim báðum en ég held að ég hafi raunverulega fengið ógeð á sjálfri mér, en endurkastað því á þá. Ég þjáðist af afleiðingum gjörða minna, ég hélt þá að ég væri með samviskubit yfir að hafa komið svona illa fram, en í dag tel ég að ég hafi aðallega verið að vorkenna sjálfri mér, og kannski aðeins kærastanum. Hann var skiljanlega sár, en vildi samt halda áfram að vera saman. Ég vildi það ekki en eins og áður kunni ég ekki að koma mér úr sambandi, þannig að við héldum millilandadæminu áfram aðeins eða þangað til ég var búin að uppgötva annan vin sem mér fannst meira varið í. Ég sagði að lokum kærastanum upp símleiðis eftir að hafa sofið hjá þeim vini mínum, og við fórum að vera saman.
Þessi strákur var og er virkilega vandaður strákur sem á ekki við nein fíknartengd vandamál að stríða, ef maður lítur aðeins framhjá vafasömu vali hans á kvenmönnum semog framhjáhaldinu hinum megin við borðið. Ég entist líka lengst með honum eða 1 ½ ár með einni tveggja mánaða pásu. Við hættum saman afþví að ,,ég var bara ekki nógu hrifin af honum”.
Eftir þessi sambandsslit, sem gerðust á eins vinalegu og dramalausu nótum og hægt er að hafa það þegar maður er virkur ástar- og kynlífsfíkill, kom langt karlmannslaust tímabil, eða tæp 2 ½ ár. Ég sór að núna skyldi ég taka mér langa pásu frá karlmönnum. Ég sá fyrir mér að að lokinni hæfilegri pásu mundi ég hitta draumaprinsinum og stofna fjölskyldu.
Ég einangraðist, hætti að reykja á viljastyrknum sem varð til þess að ég fitnaði og upplifði mig því ekki eins aðlaðandi í augum karlpeningsins. Það slokknaði á mér kynferðislega, ég stundaði ekkert kynlíf og hætti einnig að stunda sjálfsfróun í fyrsta skipti, en hana hafði ég uppgötvað 8 ára að aldri. Ég var ekki að gera neitt til að þroska andlegu hlið mína, bara vinna, safna peningum og telja dagana þangað til draumaprinsinn kæmi og bjargaði mér frá sjálfri mér.
Það var ekki liðinn langur tími þangað til ég var aftur farin að líta í kringum mig, en af einni eða annarri ástæðu, voru strákarnir ekki að eltast við mig lengur. Kannski afþví í fyrsta skipti upplifði ég mig sem örvæntingafulla. Ég byrjaði aftur að reykja og fór ásamt vinkonu minni að taka inn spítt til að grennast. Ég fór að refsa sjálfri mér með megrun og ræktinni. Við vorum alltaf á djamminu en núna fór ég gagngert til að ná mér í kærasta. Ég var alltaf að leita að næsta mögulega kærasta.
Siðferðiskennd mín, sem hafði aldrei verið mjög mikil, fór enn lækkandi og ég fór að leyfa strákum að nota mig kynferðislega í von um að þeir yrðu hrifnir af mér þegar þeir kynntust mér. Andlegt ástand mitt var orðið ansi fátækt þegar ég loksins kynnist strák í gegnum annan strák sem þessi vinkona mín var að hitta. Mér fannst hann ekkert heillandi til að byrja með, hann drakk ekki og sýndi mér áhuga en það hafði alltaf verið ,,turn off” fyrir mig ef strákar voru of auðveldir.
Ég leyfði honum samt að bjóða mér út að borða og keyra mig hingað og þangað á flottu bílunum sem ég komst að seinna að kunningi hans og pabbi áttu. Vinkonu minni fannst hann flottur og þá vildi ég bíða og sjá hvort mér litist betur á hann eftir því sem tíminn liði. Hann fór alltaf með okkur á djammið og þar kom að að hann féll enda hafði hann ekki lengi verið edrú þegar hér var komið við sögu. Svo trúði hann mér fyrir því að hann væri að selja eiturlyf. Hann leit á sig sem stóran kall í þessum heimi og fannst ekkert athugavert við hvað hann fékkst við sér til lífsviðurværis. Eftir það gerðust hlutirnir hratt og ég varð yfir mig hrifin af honum.
Eftir næturlangt djamm sýndi hann á sér aðra, ofbeldisfyllri hlið og ég, verandi mjög veikur ástar- og kynlífsfíkill, varð ,,ástfangin”. Þarna var sko draumaprinsinn mættur. Sambandið var mjög ljótt og ofbeldisfullt, en sem betur fer stutt. Ég veit ekki hvort okkar var verra við hitt en ég geri mér þó grein fyrir því í dag, að við vorum bæði veikir einstaklingar sem höfðum enga stjórn á framkomu okkar. Sambandið entist í hálft ár, hann var alltaf að reyna að halda sér edrú og ég var stanslaust í fantasíuleik að plana brúðkaupið milli þess sem ég var að reyna að hætta með honum. Að lokum var það hann sem sleit sambandinu.
Ég var alveg miður mín í viku, en svo varð mér bara ótrúlega létt. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég var hætt að neyta eiturlyfja, þannig að hugur minn var ekki eins mikið í þoku og áður. Vinkona mín sem hafði verið aðal djammfélaginn minn var líka gengin í AA og hafði ótrúlega góð áhrif á mig að því leyti.
Ég ákvað að ég mundi forðast alla stráka sem væru alkóhólistar því ég var búin að verða vitni að þannig uppeldisaðstæðum og ég ætlaði ekki að bjóða börnunum mínum upp á það. Kannski hjálpaði það til að sjá og upplifa volæði eiturlyfjafíknarinnar með eigin augum.
Þetta var um vorið og sumarið var frekar tíðindalaust. Eftir svona rosalega dramatískt samband var ég komin með nóg, í bili. Ég var búin að sækja um í háskóla og hlakkaði til að vinna mig upp í samfélaginu (=ná mér í efnilegan kærasta).
Fyrstu vikuna í skólanum kynnist ég strák. Það var eins og rafspenna væri á milli okkar, svo mikið laðaðist ég að honum. Við byrjum að kyssast á fyrsta skóladjamminu og ég segi stráknum sem ég hafði eitthvað verið að hitta upp, í gegnum sms, milli kossatarna. Að venju var ég ekkert að láta tilfinningar annarra koma í veg fyrir að ég hegðaði mér eins og mér þóknaðist. Ég var ótrúlega ánægð með þetta, þessi strákur hafði aldrei snert eiturlyf utan eitt skipti þegar hann prófaði að reykja hass og drakk lítið þannig að hann var augljóslega ekki alkóhólisti. Hann var í háskóla þannig að hann var metnaðarfullur. Og ég laðaðist að honum sem mér fannst mikilvægasti hlutinn.
Ég hefði getað spurt mig af hverju ég laðaðist svona sterklega að honum en það átti svosem eftir að koma nógu snemma í ljós. Við töluðum endalaust mikið saman og mér fannst við tengjast á öllum sviðum. Þegar við vorum búin að vera að hittast á hverju kvöldi í um viku spyr ég hann hvort að hann sé kærastinn minn. Nokkuð fát kom á hann en ég tók ekki eftir því því hann svaraði já. Nokkrum dögum seinna erum við eitthvað að ræða saman um ekkert sérstakt og ég spyr hann mjög hreinlega hvort hann vilji eignast börn í framtíðinni og hann svarar því einnig játandi. Enn eitt atriðið sem við eigum sameiginlegt hugsa ég ánægð, merki ,,check” í huganum og spyr hann hvort honum finnist hæfilegt að vera búin að vera saman í þrjú ár áður en við eignumst börn.
Þarna erum við búin að vera saman í samtals tvær vikur ef ég tel með vikuna áður en ég spurði hvort við værum í sambandi. Hann svarar þessu játandi líka. Í dag geri ég mér grein fyrir að tveir heilbrigðir einstaklingar mundu ekki eiga svona samtal á þennan hátt, en þegar það átti sér stað fannst mér þetta fullkomlega eðlilegt samtal. Við erum saman í rúman mánuð áður enn hann segir mér upp í fyrsta skipti. Ég var alveg eyðilögð, hugsaði stanslaust um hvernig hann var farinn að hegða sér og gerði mér grein fyrir að hann var búinn að vilja hætta með mér í allavegana helming af tímanum sem við vorum saman.
Núna var ég ekki í neinni neyslu og því ekki með neitt til að deyfa sársaukann. Ég fékk rosaleg fráhvarfseinkenni alveg eins og þegar alkóhólisti hættir að drekka. Eini munurinn á alkóhólista og ástar- og kynlífsfíkli er hvernig þeir kjósa að fá ,,fixið sitt” (drug of choice). Það eina sem ég vildi var að vera með honum, ég gat ekki hugsað um neitt annað. Ég átti erfitt með að sofna á kvöldin vegna hugsana sem voru orðnar að þráhyggju, þegar ég opnaði augun á morgnanna var hann í huga mér. Þessu fylgdi nístandi sársauki í hjartastað. Samt var ég svo stolt að þegar hann sendir mér sms nokkrum dögum seinna og segir að hann sakni mín þá segi ég honum að hætta því.
Að lokum var sársaukinn orðinn of mikill og ég sneri mér að því eina sem ég átti eftir til að deyfa sársaukann. Ég fór í mjög dramatíska megrun, meðan ég var svöng fann ég ekki eins mikið fyrir sársaukanum af sambandslitunum. Eftir um tvær vikur tek ég eftir því að strákurinn er aftur farinn að sýna mér áhuga. Það virkaði eins og plástur á tilfinningar mínar og mér fór að líða betur, en tókst samt að láta líða 4 vikur í viðbót áður en við byrjuðum saman aftur. Ég varð að láta hann aðeins ganga á eftir mér eftir allar yfirlýsingarnar við vinkonur mínar um að ég mundi aldrei byrja með honum aftur.
Einhvernveginn tókst mér að halda áfram í þessari rosalegu megrun, sennilega afþví að innst inni gerði ég mér grein fyrir að það að ég varð mjög grönn og flott af henni og sú staðfesta sem ég sýndi varð til þess að áhugi stráksins á mér viðhélst aðeins áfram eftir að við byrjuðum saman aftur. Um áramótin segist hann vera ástfanginn af mér og ég er í skýjunum. Hann hafði alltaf verið mikið í ákveðnum tölvuleik og þegar það kom ný útgáfa af honum um jólin má segja að hann hafi horfið inn í tölvuna sína. Um þremur mánuðum seinna er ég komin með hundleið á að borða alltaf sama matinn og hætti í þessari megrun. Þarsem ég er fíkill og geri aldrei neitt í hálfkaki byrja ég að fitna aftur frekar hratt.
Ég var orkulaus og vanrækti flestallar þarfir mínar. Mér leið ekki vel. Dagurinn fór í svefn, sjónvarpsgláp og nart. Kærastinn eyðir meiri og meiri tíma í tölvuleik og samskiptin eru afskaplega bág. Þó við eyddum tímanum í sama herberginu voru lítil samskipti í gangi. Um vorið spyr ég hann hvort hann vilji vera áfram með mér og hann segist ekki vita það. Í þetta skiptið varð ég svo reið að ég sagði honum að fara heim til foreldra sinna að sofa þar. Daginn eftir sleit ég sambandinu, og ætlaði sko aldrei að byrja með honum aftur. Við vorum samt byrjuð saman aftur viku seinna. Það er ómögulegt fyrir virkan ástarfíkil að standast þokka virks kynlífsfíkils þegar hann leggur snörur sínar fyrir mann. Það er a.m.k. mín reynsla. Skólinn klárast og við tekur sumarvinna, nema hjá kærastanum sem vildi frekar vera á atvinnuleysisbótum og eyða tímanum í tölvuleik. Ég kom ekki með nein mótmæli enda gerði ég ekki kröfur umfram að fá tilfinningalegt/kynferðislegt fix og var hvort sem er í afneitun frá raunveruleikanum, en vegna þrýstings frá fjölskyldunni hans og minni fann hann sér að lokum vinnu. Þannig líður sumarið, vinna á daginn og svo sjónvarpsgláp og nart hjá mér og tölvuleikir hjá honum á kvöldin. Ég verð þyngri og þyngri, bæði á líkama og sál og hann hverfur lengra og lengra inn í tölvuna sína.
Um haustið segir hann mér aftur upp. Ég fer í megrun. Svo sér hann að sér. Svo hættir hann aftur við. Tíminn sem við erum saman styttist og styttist. Að lokum kemur að því að við byrjum ekki saman aftur. Ég tók þá ákvörðun að forðast hann því ég þoldi einfaldlega ekki meiri höfnun. Til að fá fixið og viðurkenninguna sem ég var fyrir löngu orðin háð skráði ég mig í Einkamál, nokkuð sem ég hafði fram að þessu talið fyrir neðan virðingu mína.
Til að byrja með skráði ég mig undir stefnumót en það leið ekki á löngu þartil ég bjó til aðra enn óheiðarlegri lýsingu og skráði mig undir flokknum skyndikynni. Ég sá að allir strákarnir sem mér fannst mest spennandi voru þar. Ég var með þá fantasíu í hausnum að kynnast einhvernveginn draumaprinsinum á þennan máta og fékk jafnframt kikk út úr því að sjá hversu margir karlmenn sýndu áhuga. Ég fékk líka kikk út úr því að ljúga um sjálfa mig, vera köld og dónaleg og gera nákvæmlega það sem mér þóknaðist. Að sama skapi varð ég þunglyndari og þunglyndari, því ég var stanslaust að gera hluti sem ég var síður en svo stolt af. Ég vanrækti námið svo mjög að ég féll í öllum áföngum þá önnina. Þá gat ég ekki meir. Ég hafði aldrei frið í sálinni, ekki einu sinni þegar ég svaf því ég dreymdi ýmist gráa þunglyndislega drauma eða fékk martraðir.
Ég pantaði tíma hjá heimilislækninum sem skrifaði upp á þunglyndislyf fyrir mig. Líðan mín skánaði umtalsvert. Kvíðinn hvarf, ég hætti að fara inná einkamál og fór að hafa áhuga á náminu. Gamla vandamálið var samt ennþá til staðar. Ég fór að rækta sambandið betur við vinkonur mínar, en gat ekki lokað augunum fyrir því að í hvert sinn sem ég fór út með þeim var ég alltaf með radarinn í gangi að leita eftir næsta mögulega kærasta. Ég fór að tala aftur við minn fyrrverandi og taldi mér trú um að ég gerði það af nauðsyn því við vorum í sama skóla og þekktum sama fólkið og að við gætum nú víst verið vinir. Ég var með þráhyggju út í hann, hugsaði um hann mestallan daginn. En ég vildi ekki viðurkenna það fyrir sjálfri mér, vildi ekki viðurkenna að ég réði ekki yfir eigin hugsunum og gjörðum.
Það sem varð til þess að ég gafst upp, var að við fórum bæði út að skemmta okkur með skólanum. Þarna vorum við farin að tala saman á hverjum degi og ég eyddi ofboðslegri orku í að standast töfra hans þegar hann var að daðra, og taldi sjálfri mér trú um að ég væri svo sterk, að ég gæti höndlað aðstæður. Daginn sem skóladjammið var var hann búinn að vera þurr á manninn allan daginn eins og hann var alltaf rétt áður en hann sagði mér upp áður fyrr, en ég lét eins ég tæki ekki eftir því. Seinna um kvöldið þegar ég var komin í glas gafst ég loksins upp og spurði hann hvað væri að.
Ég man ekki hverju hann svaraði en aðalatriðið var að hann var að hafna mér í enn eitt skiptið. Og í þetta skiptið vorum við ekki einu sinni saman. Ég hljóp grenjandi inn á klósett til að reyna að jafna mig nógu mikið til að geta farið heim án þess að mikið bæri á. Þvílík niðurlæging, að vera hágrátandi inni á klósetti í litlu partíi með öllum skólafélögunum yfir strák sem var ekki einu sinni kærastinn minn lengur og ég löngu komin af gelgjualdrinum. Botninum var náð. Hann var ekki eins hræðilegur og hann hefði auðveldlega getað verið.
Ég náði botninum aðallega með því viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég væri löngu búin að missa stjórnina á lífi mínu. Ég gat ekki afneitað því lengur, sannanirnar voru yfirgnæfandi. Daginn eftir fór ég í megnustu vanlíðan til þessarar vinkonu mína í AA í von um huggun og tilfinningalegt fix. Til allrar hamingju benti hún á SLAA samtökin, ekki í fyrsta skipti, sem mögulega lausn á vanda mínum. Ég tók strax ákvörðun um að mæta á næsta fund. Mér leið betur um leið og ég hafði tekið ákvörðunina. Ég trúi því að Guð hafi sent mig til nákvæmlega þessarar vinkonu minnar á þessu viðkvæma augnabliki í lífi mínu, til að koma mér þangað sem ég þurfti að fara, því ég var komin heim.
Það er sagt í fráhaldskaflanum að þegar við hefjum fráhald og slítum samskiptum við þráhyggjuna (eða þráhyggjurnar) þá fyllum við ekki upp í eyðuna með nýjum einstaklingi heldur prófum við, kannski í fyrsta skipti, hvernig það er að vera einn.
Í byrjun var botnhegðunarlistinn minn svohljóðandi; internetið í kynferðislegum tilgangi, eiga í sambandi við þráhyggjuna mína, fara á skemmtistaði til að veiða/daðra við stráka, og að stunda kynlíf utan sambands. Seinna bættist fleira við eins og að eltast við fólk sem hefur ekkert að gefa mér tilfinningalega og reyna að stjórna því hvernig kærastinn minn eyðir tímanum sínum.
Þegar ég sleit samskiptunum við fyrrverandi þráhyggjuna mína og hóf fráhald þá var það í fyrsta skiptið sem ég hafði ekki þessa þörf fyrir að finna einhvern annan. Mig langaði til að eyða tíma með sjálfri mér og kynnast sjálfri mér. Það var svo margt um mig sem mig langaði að vita, en vissi ekki um því ég hafði eytt mestallri ævi minni í að forðast raunveruleikann. Núna hafði ég kynnst SLAA aðferðinni, og vildi prófa öll verkfærin sem samtökin höfðu upp á að bjóða.
Mér fannst þetta svo geðveikt spennandi að allan tímann sem ég var í algeru fráhaldi* frá öllu kynlífstengdu og drykkju tók ég eiginlega ekkert eftir því að ég væri að neita mér um eitthvað. Ég upplifði tímabilið aldrei sem aðhald því ég var allan tímann að dekra við sjálfa mig með öllu því sem ég hafði farið á mis við áður; að eiga raunverulega tengingu við Guð og sjálfa mig. Ég fann svo mikinn kærleik að ég sveif á bleiku skýi allan daginn; ég gerði sporavinnu, mætti á fundi, stundaði skólann af (nýfengnum) krafti og áhuga og ræktaði sambandið við vinkonur mínar og fjölskylduna mína, af heilum hug. Ég stundaði hugleiðslu, fór út í göngutúra ein með mp3-spilarann minn og hlustaði á fallega tónlist og naut þess í fyrsta skipti að vera í núinu.
Fataskápurinn minn gerbreyttist og ég litaði hárið á mér, en ég hafði ekki þorað að breyta til í 7 ár. Nokkru seinna krúnurakaði ég mig. Ég klæddist ekki háhæluðum skóm í heilt ár. Ég komst að því að mér finnst gaman að breyta til, og að eina manneskjan þarf að samþykkja mig, er ég sjálf. Ég fór að þora að koma hlutum í framkvæmd sem ég hafði varla leyft mér að dreyma um áður. Mig hafði lengi langað að læra að kafa. Fyrsta sumarið mitt sem ég var edrú af ástar- og kynlífsfíkn, eyddi ég ein erlendis við köfun allt sumarið, og fékk að lokum kafarameistararéttindi.
Þessi strákur sem mér hafi einu sinni fundist mikilvægari en allt annað, fór fljótt að vera minna og minna í huga mér.
Nokkrum vikum seinna gerði ég mér grein fyrir að ég leit hann allt öðrum augum en ég hafði áður gert. Áður gat ég ekki hugsað mér lífið án hans,fannst að hann yrði að breytast og ég ætlaði að breyta honum, bjarga honum svo við gætum verið saman. En þarna var eins og hulu hefði verið svipt af honum og ég fór að sjá hann eins og allir aðrir sáu hann, sem veikan einstakling sem þjáðist og var ófær um að sjá um sjálfan sig, hvað þá að vera í heilbrigðu sambandi og stofna fjölskyldu. Þarna snarhætti ég einnig að vorkenna honum fyrir hvað hann ætti bágt. Ég skildi að hann hefði frjálsan vilja eins og allir aðrir, og ef hann vildi hætta að láta sér líða illa gæti hann það. En ég var búin að missa áhugann á honum, og hann eða öllu heldur ástar- og kynlífsfíknin, var búin að missa tökin á mér. Ég var frjáls.
*Ég er að sjálfsögðu enn í fráhaldi en meðan ég fór í gegnum sporin en þá var ég líka í fráhaldi frá sjálfsfróun og drakk ekki. Í dag drekk ég mig ekki fulla lengur, hef einfaldlega engann áhuga á því.