Þessi bæklingur er hugsaður fyrir þá sem þjást af kynferðislegu, félagslegu og tilfinningalegu lystarstoli, til að hjálpa þeim að átta sig á sjálfum sér, að þeir séu ekki einir og jafnvel að uppskera með okkur ríkulegan ávöxt batans í samtökum ástar- og kynlífsfíkla.
Hvað er lystarstol? Við ástar- og kynlífsfíklar erum háð kynlífi, ást, sam- böndum, hugarórum, rómantík og meðvirkni. En til er enn ein birtingarmynd fíknarinnar sem hrjáir sum okkar: Lystarstol. Í átröskun er lystarstol skilgreint sem áráttukennd fælni frá mat. Á kynferðis- og tilfinningasviðinu er lystarstol skilgreint á sambærilegan hátt. Lystarstol er áráttukennd fælni frá því að gefa eða þiggja félags- lega, kynferðislega eða tilfinningalega næringu.
Nokkur tilbrigði lystarstols Sum okkar hafa kannski ekki stundað kynlíf eða verið í nánu sambandi árum saman, eða við erum hugsanlega í sambandi en eigum erfitt með tilfinninga- lega nánd. Við gætum verið S.L.A.A. félaginn sem talar sjaldan á fundum og hverfur strax að fundi loknum, eða við erum þau, sem eigum varla nokkurt félagsleglíf utan funda, eða þau sem eigum enga nána vini. Við eigum kannski marga kunningja en enga sem við tengjumst náið. Eða við erum náin ákveðnu fólki, til dæmis börn- unum okkar, en höldum öllum öðrum í fjarlægð. Til eru margs konar önnur dæmi um lystarstol. En hvernig sem við erum þá eigum við það sameiginlegt að hafa með einhverjum veigamiklum hætti forðast að upplifa ást. Við sem haldin eru lystarstoli eða höfum tilhneigingu til þess þekkjum gjarnan af eigin raun margvíslegar ólíkar tilfinningar eða tilfinningaleg viðbrögð. Sumum þykja félagslegar aðstæður yfirþyrmandi. Önnur okkar upptendrast af því að umgangast mjög margt fólk en komum okkur þannig hjá því að tengjast neinni einni manneskju á náinn hátt. Sum eru þjökuð af þrúgandi feimni í samskiptum við aðra. Önnur eru í sambandi, en aðeins af ástríðu á einu sviði þess, til dæmis gætum við verið innileg á tilfinningasviðinu en ekki verið til staðar kynferðislega eða félagslega.
Rétt eins og tilfinningar okkar spanna vítt svið þá gera gjörðir okkar og hegðunarmynstur það líka. Fyrir sum okkar gæti lystarstol birst í yfirþyrmandi ótta við að hringja símtal. Sum okkar virka vel í ákveðnum aðstæðum, til dæmis í vinnunni þar sem innileg nánd skiptir gjarnan litlu máli, en halda fjarlægð gagnvart fjöl- skyldu og vinum. Önnur hafa notað áfengi eða hug- breytandi efni til að draga sig inn í skel tilfinningalega, eða þá til þess að öðlast kjark kynferðislega, tilfinninga- lega eða félagslega, en vera á sama tíma utan seilingar fyrir aðra á allan þann máta sem skiptir einhverju máli. Þannig höfum við notað aðrar fíknir til að ástunda botnhegðun í lystarstoli.
Erfitt getur verið að koma auga á lystarstol Lystarstol er birtingarmynd ástar– og kynlífsfíknar en oft er erfitt að koma auga á hana. Aðrar birtingarmyndir ástar– og kynlífsfíknar geta breitt yfir lystarstolið. Raunar getur lystarstol verið svo fullkomlega hulið að viðkomandi manneskja er alveg ómeðvituð um eigið lystarstol. Lauslæti gæti til dæmis falið ótta við nánd. Meðvirkni, sem gæti haft á sér ásýnd sambands, gæti verið leið til að forðast alvöru samband. Oft þegar S.L.A.A. félagar hætta að ástunda hróplegustu birtingar- myndir fíknarinnar uppgötva þeir sér til undrunar að undirliggjandi fíkn er lystarstol.
Auðvitað gera sum okkar sem haldin eru lystarstoli sér grein fyrir því. En þau eru líka til sem ekki skynja á neinn hátt hvað skortir í lífi þeirra á sviði kynlífs, sam- banda og félagslegra samskipta. Mörg okkar vita ekki einu sinni hvað er mögulegt. Svo dæmi sé nefnt þá vita sum okkar að við getum elskað aðra, en ekki að við gætum verið elskuð sjálf. Önnur kunna bara að bregðast við þörfum annarra, en þekkja ekki eigin þarfir. Sum hafa aldrei kynnst gleði í því félagslega, heiðarlegri nánd, eða samtali tilfinninga. Við skiljum ekki hvað er átt við með slíku. Ef við lendum í því að þurfa að sinna eigin þörfum verðum við ráðþrota því við getum ekki einu sinni nefnt þessar þarfir.
Lystarstol er ekki bara ótti við nánd. Að einhverju leyti er hver manneskja hrædd við nánd því feimni, hóg- værð og þörf fyrir einkalíf eru eðlilegir mannlegar eigin- leikar. En við sem þjáumst af lystarstoli höfum gert ótta við nánd að ófrávíkjanlegri reglu sem fer sjálfkrafa í gang. Og gangverk lystarstolsins gengur hnökralaust án þess varla að hökta nokkru sinni.
Því þó að til séu mjög áberandi birtingarmyndir lystarstols þá eru líka til hljóðlátari og mýkri útgáfur. Sumir lystarstolar finna ekki fyrir neinni annarri mynd fíknarinnar. En undir yfirborðinu þá er lystarstol fíkn sem er stöðugt að. Hún felst í því að gera eitthvað ekki og gera eitthvað ekki og gera eitthvað ekki. Ekki treysta, ekki skuldbinda, ekki gefast upp. Ólíkt því að lyfta glasi og sprauta sig þá er þessi fíknarmynd lítt áberandi og viðburðasnauð. Hinn sjúki aktar ekki út, hann aktar inn á við - með því að neita að framkvæma. Því lystarstolið viðheldur sjálfu sér með því að hafna linnulaust allri hreyfingu. Út á við getur fíkillinn virkað grafkyrr. Inn á við getur honum liðið alveg eins. Og þannig verður fíknarmynstrið ósýnilegt. Doði í eigin garð gerir enn erfiðara að sjá lystastolið.
Lystarstolið er meistari í að dyljast. Það getur virst vera eðlileg feimni eða hógværð eða hlédrægni. Janvel falið á bak við grímu persónutöfra og félagslyndrar framkomu viðheldur lystarstolið hjóðlátri og óbreytan- legri stöðu. Það getur klæðst gervi andlegs hreinleika. Hvort sem lystarstolið er í hlutlausum gír eða virkum þá getur það verið að árum saman án þess að nokkurn gruni.
Loks rennur upp sá dagur að við sem þjáumst af lystarstoli förum að sjá að við höfum lifað lífinu um langa hríð án ástar. Við tökum eftir því að alla nánd skortir á ákveðnum sviðum lífs okkar og við tökum líka eftir því að látum stjórnast af ótta gagnvart öðrum og höldum þeim markvisst í fjarlægð. Hvort sem lystar- stolið er félagslegt, kynferðislegt eða tilfinningalegt verðum við meðvituð um þá staðreynd að við erum hvorki að þiggja né gefa ást, sem er svo dýrmætur hluti mannlegrar tilveru. Þegar við sáum hversu ástvana tilvera okkar var má vera að við höfum reynt að breyta hegðun okkar. Ef við komumst að því að það var okkur um megn þá rann kannski upp fyrir okkur að við værum háð ástleysinu sem fíkn. Við endurtókum sama hegðunarmynstrið í sífellu og gátum ekki hætt því þrátt fyrir afleiðingarnar.
Ert þú haldinn lystarstoli? Hér á eftir eru fimmtíu spurningar sem þú vilt ef til vill líta á. Spurningarnar eru án vægis eða stiga. Þitt eigið innsæi mun segja þér að hve miklu leyti þær eiga við þig. Á eftir spurningunum er að finna upplýsingar ef þú vilt kynna þér málin betur. 1. Líður langur tími milli þess sem þú átt í kynferðislegu eða rómantísku sambandi? 2. Líður stundum langur tími milli þess sem þú ert félagslega virk(ur)? 3. Hefur þú lent í því að vera í sambandi en samt líður langur tími án rómantískra stunda, kynlífs eða vináttu? 4. Ertu oftar ein(n) en þú kærir þig um en finnst þú ekki geta gert neitt til að breyta því? 5. Áttu erfitt með að mynda tengsl í vinnunni? 6. Forðastu samband við ákveðið kyn? 7. Ertu fjarlæg(ur) eða utanveltu í hóp? 8. Óttast þú að þér verði veitt athygli? 9. Finnst þér lýjandi að vera innan um aðra? 10. Er það líkt þér að skelfast eða ýta fólki frá þér þegar það gerist of náið? 11. Er þér tamt að reyna hrista af þér tilfinningar eða stjórna þeim? 12. Finnst þér óþægilegt þegar einhver vill hlúa að þér? 13. Kvíðir þú fyrir því að hitta þann eða þá sem þú laðast að? 14. Finnst þér öruggara ef samband þróast aldrei lengra en að vera daður og leikur? 15. Ertu mjög svartsýn(n) á getu þína til þess að vera í nánu og varanlegu samabandi? 16. Laðast þú sífellt að fólki sem ekki mætir þörfum þínum? 17. Óttast þú að slaka á innan um fólk af því að þá gæti eitthvað kynferðislegt gerst? 18. Dagdreymir þig um samband án þess að framkvæma neitt í alvöru? 19. Trufla kynlífsvenjur þinar (t.d. sjálfsfróun) þig frá því að vera í sambandi? 20. Lystarstol þýðir höfnun á því að veita eða þiggja unað. Á það við þig? 21. Afneitarðu oft eigin líkamlegu og tilfinningalegum þörfum í þágu annarra? 22. Áttu erfitt með að leika þér eða skemmta þér með öðrum? 23. Finnst þér svo erfitt að setja heilbrigð mörk að þú dregur þig frekar algerlega í hlé? 24. Þarf allt að vera fullkomið til að þú viljir vera með? 25. Öfundarðu fólk sem er opið? 26. Finnst þér þú óekta þegar þú sýnir tilfinningar opinskátt? 27. Fær skömm út af eigin lífi þig til að forðast sambönd? 28. Notarðu tilfinningar um að vera yfir aðra hafin(n) eða ekki eins góð(ur) og annað fólk til að finnast þú vera öðruvísi? 31. Heldur þú að enginn heilbrigð og aðlað- andi manneskja eða hópur myndi vilja þig? 30. Áttu erfitt með að láta fólk vita að þér sé ekki sama um það? 31. Finnst þér þú ekki vera „nóg“ - ekki nógu klár, ekki nógu aðlaðandi, ekki nógu gamall/gömul, ekki nógu ung(ur), ekki hafa vegnað nógu vel, ekki nógu heil- brigð(ur), ekki nógu ___________ til að eiga skilið að vera í sambandi? 32. Ertu áfram í sambandi af því að þér finnst þú ekki eiga neitt betra skilið eðafáir ekkert betra? 33. Finnst þér yfirþyrmandi erfitt að sýna þeim sem þig langar til að vera með tilfinningar eða segja sannleikann? 34. Hrindir þú öðrum frá þér með kulda? Yfirgangi? Hlédrægni? 35. Viltu frekar vera ein(n) heldur en að efast um þær ákvarðanir sem valda því að þú ert ein(n)? 36. Er óttinn við höfnun eða að vera asna- leg(ur) svo sterkur að þú kemst aldrei af stað? 37. Grunar þig að geta þín til að opna á nánd við aðra sé löskuð eða horfin? 38. Ertu haldin(n) lamandi ótta við að vera notuð eða notaður, misnotaður eða mis- notuð, félagslega, kynferðislega eða tilfinningalega? 39. Er þér í nöp við eða öfundar fólk sem á í nánum samböndum eða lifir virku lífi félagslega? 40. Finnst þér kynlíf ógeðfellt? 41. Finnst þér kynlíf bara vera fyrir heilbrigt fólk og þess vegna ekki fyrir þig? 42. Áttu auðveldara með að vera opin(n) við fólk sem ekki er í boði kynferðislega? 43. Þegar þú ert að hitta einhvern eða einhverja, seturðu þá tímaramma um hversu lengi þú ætlir að halda því áfram? 44. Ertu svo bundin(n) upprunafjölskyldu þinni að aðrir komast ekki að? 45. Laðast þú aðallega að fólki sem þú getur ekki fengið? 46. Telurðu að það sé ekki fyrirhafnarinnar virði að nálgast aðra vegna óþægilegrar eða þjáningarfullrar fyrri reynslu - sérstaklega ef aðrir reyna að nálgast þig? 47. Finnst þér þægilegra eða þú stjórna betur aðstæðum þegar þú hafnar tilboðum um kynlíf, samband eða félagsleg samskipti? 48. Ertu venjulega opnari við ókunnuga heldur en við þá sem standa þér nærri? 49. Finnst þér þú vera svo öðruvísi en aðrir að þú óttast að engum eða engri geti þótt vænt um þig eða skilið þig? 50. Líður þér eins og þig skorti ást en veist ekki hvað þú getur gert í því?
Hvað næst? Ef þér finnst nógu margar spurninganna í þessum bæklingi eiga við þig er þér kannski létt - eða þér er brugðið eða þú ert reið(ur) eða finnst þú glötuð/ glataður - og allt eru það eðlileg viðbrögð. En ef spurn- ingarnar hafa hreyft við þér viljum við segja þetta við þig: Þú ert ekki ein(n). Margir eru í sömu sporum og þú. Margir bregðast við eins og þú og mörgum líður eins og þér. Eða leið þannig áður.
Við erum félagarnir í samtökum ástar– og kyn- lífsfíkla sem þjáumst af lystarstoli. Við vitum að margar góðar ástæður kunna að hafa verið fyrir því að við urðum þau sem við erum. Okkur hefur líka skilist að ástæðulaust er að áfellast okkur fyrir að vera haldin lystarstoli, en nú viljum við fá tilfinningalega, kynferðis- lega og félagslega næringu inn í líf okkar. Lystarstolið kann að hafa sprottið upp úr dýrmætri sjálfsvitund og þörf til að vernda okkur sjálf, en samt viljum við breytast. Við viljum losna við lystarstolið. Við höfum byrjað að vinna að bata og breytingum í S.L.A.A. Til að öðlast þann bata reynum við af fremsta megni að hætta að akta út í birtingarmyndum fíknarinnar í lystarstoli og vinna tólf reynsluspor S.L.A.A. Við höfum séð að sama hversu öðruvísi eða einmana við erum þá hjálpar það okkur að losna úr lystarstolinu að tengjast öðrum - hjálpa og biðja um hjálp. Þess vegna leitum við til þín með þessum bæklingi og bjóðum þér að koma á S.L.A.A. fund. Lystarstol er hluti af ástar– og kynlífsfíkn og S.L.A.A. fundir eru staðir þar sem lystarstolar finna eyru sem hlusta og fá sjálfir að heyra um fíknina lystar- stol og bata frá henni. Þar kynnumst við því hvernig hvert og eitt okkar öðlaðist bata.
Hvaða S.L.A.A. félagi sem er getur talað um lystar- stol á hvaða S.L.A.A. fundi sem er, en sumir S.L.A.A. fundir snúast sérstaklega um lystarstol. Ef þú ert hikandi við að mæta á fund eða þig langar bara til að tala við annan sem þekkir lystarstol af eigin raun munu alþjóða- samtök S.L.A.A., Fellowship-Wide Services, útvega þér símanúmer í samtökunum sem þú getur hringt í.
Ef enginn fundur um lystarstol er nálægt þér þá viltu kannski stofna slíka deild. Hafðu samband við Fell- owship-Wide Services til að fá frekari upplýsingar. Hvað sem þú ákveður að gera þá er fyrsta skrefið í átt að bata yfirleitt að nálgast aðra sem haldnir eru sömu fíkn og vilja líka öðlast bata. Við bjóðum þig hjartanlega velkominn/velkomna í hópinn.
Mörg okkar sem höfum sameinast í því sameiginlega markmiði að öðlast bata frá lystarstoli erum byrjuð að upplifa nýja og auðugri tilveru. Við höfum séð gamlar stíflur bresta og fyrri venjur sem aldrei voru dregnar í efa hverfa eins og fyrir kraftaverk. Við höfum opnað okkur fyrir lífinu - okkar eigin og hvors annars. Við höfum fundið félagslegt samneyti, sambönd, hjóna- bönd, nánd og vináttu. Við höfum öðlast raunverulega samkennd með breiðum og fjölbreyttum hópi fólks innan samtakanna. Við erum líka að kynnast því hvernig er að lifa heilbrigðu lífi ein(n), en þó án þess að vera í lystarstoli. En umfram allt þá erum við enn að fikra okkur áfram í átt til æðruleysis í anda sem er óvænt en dásamleg gjöf til okkar sjálfra og þeirra sem standa okkur nærri.
Að lokum þetta. Bati þinn er okkur alger nauðsyn fyrir eigin bata. Þannig gefur hver nýr félagi okkur öllum nýjan skilning og ný tækifæri til vaxtar og bata. Samfélag ástar– og kynlífsfíkla býður þig velkomin (n) í hópinn!