VelkominVelkomin á heimasíðu S.L.A.A. á Íslandi (Sex and Love Addicts Anonymous), samtök fólks sem leitast við að ná bata frá ástarfíkn og kynlífsfíkn. Við tölum ekki fyrir hönd S.L.A.A. samtakanna í heild sinni en þau eru með alþjóðlega vefsíðu á vefslóðinni http://www.slaafws.org. Á vefsíðu þeirra er einnig listi yfir samtök fyrir aðstandendur: http://slaafws.org/S-programs
Við erum sjálfstæð nema í málefnum sem snerta samtökin í heild eða aðrar deildir. Þessi síða er í umsjón samstarfsnefndar S.L.A.A. og hægt er að senda okkur persónulegar fyrirspurnir á netfangið slaaisland [hjá] gmail.com . |
Neyðar- og upplýsinganúmer S.L.A.A. er 771 3400
S.L.A.A. Iceland helpline: +354 771 3400 Ef ekki er svarað í símann þá megið þið endilega reyna aftur! If your call is not answered, please call again! FjölmiðlarSendið fyrirspurnir á slaaisland [hjá] gmail.com. Við svörum þeim eins fljótt og við getum.
Um S.L.A.A.S.L.A.A. (Sex and Love Addicts Anonymous) er félagsskapur karla og kvenna, sem hjálpa hvert öðru til að vera allsgáð. Samtökin bjóða öllum þeim aðstoð, sem haldnir eru ástar- og/eða kynlífsfíkn og vilja losna úr viðjum hennar. Þar sem allir meðlimirnir þekkja fíknina af eigin raun, skilja þeir hver annan og sjúkdóminn betur en flestir aðrir. Þeir vita hvernig líðan sjúkdómurinn veldur og hafa lært í S.L.A.A. hvernig sigrast má á honum. Hver deild er rekin með frjálsum framlögum meðlima og er opin öllum sem eru hjálparþurfi.
|
Nafnleynd
Nafnleynd er eitt af því sem batinn grundvallast á. Þess vegna eru S.L.A.A. fundir venjulega lokaðir þeim, sem ekki eru haldnir sjúkdómnum og vilja bara svala forvitni sinni. En allir sem óttast að þeir eigi við þetta vandamál að stríða eru velkomnir – með því skilyrði að þeir virði nafnleynd viðstaddra. Við höldum trúnað og nefnum engin nöfn S.L.A.A. félaga utan funda.
Nafnleynd er 12. erfðavenja S.L.A.A.
Nafnleynd er 12. erfðavenja S.L.A.A.
Að vera haldin(n) fíkn
Í virkri fíkn virðist ákvörðunarvaldið ekki vera í okkar höndum. Tilvera okkar tortímist hægt og rólega vegna máttarafla og krafta sem ekki er hægt að neita og vandamála sem verða ekki umflúin.
Ástar- og kynlífsfíklinum tekst æ sjaldnar að mynda nánd við aðrar manneskjur og það verður honum sífellt erfiðara, ef hann hefur þá nokkurn tímann upplifað slíka nánd yfir höfuð. Örvæntingarfull leitin að lausn undan einmanaleikanum með ráðum sem alltaf lofa varanlegri ánægju en veita hana ekki, einangrar okkur frá allri þeirri flóru mannlegra tengsla sem „venjulegt“ fólk þekkir. Enn verra er að þessi örvæntingarfulla leit felur að við týnum sjálfinu meira og meira. Það er hinn raunverulegi kjarni sjúkdómsins.
Stundum kemur fíknin fram í stöðugu flakki frá einum kynlífsfélaga til annars, í von um að finna þann eða þá sem staðist geta kröfur sem ganga alls ekki upp í raunveruleikanum. Oftast réttlætum við eirðarlausa leitina sem viðbrögð við óhamingjunni heima fyrir. Stundum birtist fíknin með því að við límum okkur í örvæntingu á tiltekna manneskju, þrátt fyrir ítrekaðan misnotkun eða skilningsleysi af hennar hálfu. Hjá enn öðrum birtist fíknin fyrst og fremst í tiltekinni hegðun í einrúmi, svo sem sýniþörf, gægjuþörf eða fantasíum úr klámi, með eða án sjálfsfróunar. Innri upplifun þess að lifa í fíkn er sú sama fyrir okkur öll.
Sem ástar- og kynlífsfíklar leitum við ávallt að manneskjunni eða kynlífsathöfninni sem umbreytir einmanalegum veruleika og fyllir upp í rótlausa og gapandi tómleikatilfinninguna innra með okkur. Meðan við ríghöldum í þessar leiðir til að reyna að fylla tómið finnst okkur að enginn geti raunverulega skilið okkur, og að líf án kynlífs og "ástar" sé tilgangslaust. Oft óttumst við að ef við afhjúpum hugsanir okkar fyrir öðrum eða segjum frá því sem við höfum gert munum við uppskera fyrirlitningu eða vera yfirgefin.
Ástarsambönd sem tvær manneskjur með heilbrigða sjálfsmynd, innri kraft og trú á á sjálfa sig skapa sér saman eru yfirleitt ekki hluti af reynsluheimi ástar og kynlífsfíkla. Eins og gjarnt er með annars konar fíknir höfum við breytt og aðlagað persónuleika okkar að fíkninni svo við getum frekar búið okkur til skiptimynt sem nota má til að kaupa algleymi í faðmi einhvers (eða hvers sem er), ímyndað eða raunverulega.