Einkenni ástar- og kynlífsfíknar
1. Þar sem við kunnum ekki að setja heilbrigð mörk tengjumst við fólki kynferðislega og/eða tilfinningalega án þess að kynnast því fyrst.
2. Við erum í og leitum aftur í sársaukafull og mannskemmandi sambönd vegna þess að við erum hrædd við að vera ein og yfirgefin. Við felum þetta atferli fyrir sjálfum okkur og öðrum og verðum stöðugt einangraðri frá vinum okkar og fjölskyldu, okkur sjálfum og Guði.
3. Við óttumst að líða tilfinningalegan og/eða kynferðislegan skort og leitum því af þráhyggju í samband eftir samband og eigum stundum í fleiri en einu kynlífs- eða tilfinningasambandi í einu.
4. Við þekkjum ekki muninn á ást og þörf fyrir aðrar manneskjur, því að laðast líkamlega og kynferðislega að einhverjum, samúð og/eða þörf fyrir að bjarga einhverjum eða einhver bjargi okkur.
5. Okkur finnst við innantóm og ófullkomin þegar við erum einsömul. Þrátt fyrir að við óttumst nánd og skuldbindingu leitum við stöðugt að ástarsamböndum og kynlífsfélögum.
6. Við leysum eftirfarandi tilfinningavandamál með kynlífi: Streitu, sektarkennd, einmanaleika, reiði, skömm, ótta og öfund. Við notum kynlíf og tilfinningalega meðvirkni í staðinn fyrir umhyggju og stuðning.
7. Við notum kynlíf og tilfinningaleg samskipti til að stjórna fólki og láta það gera það sem við viljum.
8. Við getum orðið óstarfhæf eða afar trufluð af rómantískum eða kynferðislegum þráhyggjum og dagdraumum.
9. Við komum okkur hjá því að taka ábyrgð á sjálfum okkur með því að tengjast fólki sem hefur ekkert að gefa okkur tilfinningalega.
10. Við erum þrælar meðvirkra tilfinningasambanda, rómantískra leikja eða áráttuhegðunar í kynlífi.
11. Til að komast hjá því að verða særð eigum við til að draga okkur í hlé frá öllum nánum samskiptum og teljum okkur trú um að tilfinningalegt og kynferðislegt lystarstol sé bati.
12. Við sveipum aðrar manneskjur töfraljóma, gerum þær að guðlegum verum og gerum allt til að láta sambandið ganga. Svo kennum við þeim um þegar þær standast ekki dagdrauma okkar og væntingar.
2. Við erum í og leitum aftur í sársaukafull og mannskemmandi sambönd vegna þess að við erum hrædd við að vera ein og yfirgefin. Við felum þetta atferli fyrir sjálfum okkur og öðrum og verðum stöðugt einangraðri frá vinum okkar og fjölskyldu, okkur sjálfum og Guði.
3. Við óttumst að líða tilfinningalegan og/eða kynferðislegan skort og leitum því af þráhyggju í samband eftir samband og eigum stundum í fleiri en einu kynlífs- eða tilfinningasambandi í einu.
4. Við þekkjum ekki muninn á ást og þörf fyrir aðrar manneskjur, því að laðast líkamlega og kynferðislega að einhverjum, samúð og/eða þörf fyrir að bjarga einhverjum eða einhver bjargi okkur.
5. Okkur finnst við innantóm og ófullkomin þegar við erum einsömul. Þrátt fyrir að við óttumst nánd og skuldbindingu leitum við stöðugt að ástarsamböndum og kynlífsfélögum.
6. Við leysum eftirfarandi tilfinningavandamál með kynlífi: Streitu, sektarkennd, einmanaleika, reiði, skömm, ótta og öfund. Við notum kynlíf og tilfinningalega meðvirkni í staðinn fyrir umhyggju og stuðning.
7. Við notum kynlíf og tilfinningaleg samskipti til að stjórna fólki og láta það gera það sem við viljum.
8. Við getum orðið óstarfhæf eða afar trufluð af rómantískum eða kynferðislegum þráhyggjum og dagdraumum.
9. Við komum okkur hjá því að taka ábyrgð á sjálfum okkur með því að tengjast fólki sem hefur ekkert að gefa okkur tilfinningalega.
10. Við erum þrælar meðvirkra tilfinningasambanda, rómantískra leikja eða áráttuhegðunar í kynlífi.
11. Til að komast hjá því að verða særð eigum við til að draga okkur í hlé frá öllum nánum samskiptum og teljum okkur trú um að tilfinningalegt og kynferðislegt lystarstol sé bati.
12. Við sveipum aðrar manneskjur töfraljóma, gerum þær að guðlegum verum og gerum allt til að láta sambandið ganga. Svo kennum við þeim um þegar þær standast ekki dagdrauma okkar og væntingar.