Ég átti við klámfíkn að stríða
Það gengur allt betur í dag en það gerði.
Ég er búinn að vera frjáls frá ástar- og kynlífsfíkn í nærri 8 ár.
Ástar- og kynlífsfíknin mín þróaðist frá unga aldri og tók á sig mismunandi birtingarmyndir. Ég átti tímabil sem einkenndust af skyndikynnum og framhjáhaldi en önnur af klámfíkn. Ástarfíknin var rauði þráðurinn í gegnum öll fíknamynstur mín.
Þegar ég gafst upp var ég búinn að þróa með mér mikla klámfíkn. Klám hefur fylgt mér frá 12 ára aldri. Ég hef leitað í klám út af margskonar ástæðum. Í upphafi af forvitni og spennu en undir lokin aðallega til þess að flýja erfiðleika í lífinu.
Klámfíknin náði að þróast það mikið með mér að ég varð að horfa á klám í nokkra klukkutíma á dag. En loks upplifði ég minn botn og fylltist örvæntingu, en um leið fann ég fyrir nýjum krafti. Ég varð að finna mér úrlausn minna mála.
Klámnotkunin byrjaði hjá mér eins og svo mörgum unglingum. Ég skoðaði klám nokkrum sinnum í viku og í skamman tíma í senn. Ég hafði einhverja stjórn á klámneyslunni, en þó gat það gerst að ég missti öll tök og datt inn í stjórnleysi. Þegar ég fór að stunda tíð skyndikynni sem unglingur vék klámið til hliðar. En þegar ég svo hægði á félagslífinu og skyndikynnunum eftir unglingsárin þá fór ég að upplifa algert stjórnleysi varðandi klám. Fíknin þróaðist hratt og ég fór að sitja lengur og lengur í hvert skiptið. Ég einfaldlega varð að horfa á klám, alveg sama hvað öðru leið.
Ég var stöðugt að reyna sannfæra mig um að þetta væri í lagi. Að einn daginn myndi ég fá leið af þessu, að ég myndi þroskast upp úr þessu. En þetta kallaði bara stöðugt á meira og meira, og ég fékk aldrei nóg. Mér fór að verða ljóst að þetta var orðið vandamál. Mér leið orðið illa bæði andlega og líkamlega. Ég var að glíma við fíkn. Ég fór að leita hvar ég gæti fengið hjálp og það leiddi mig inn í S.L.A.A., samtök ástar- og kynlífsfíkla. Fljótlega byrjaði ég að vinna eftir því kerfi sem þar er í boði og hef núna ekki horft á klám í átta ár. Ég er ekki lengur að berjast við fíkn, heldur líður mér eins og ég hafi verið settur á hlutlausan stað. Ég viðheld andlegu heilbrigði mínu með S.L.A.A. leiðinni. Ég hef lært að treysta á ný og vera æðrulaus einn dag í einu. Ég ber virðingu fyrir fortíð minni og hef því verið virkur félagi í S.L.A.A. samtökunum og ætla mér að vera það um ókomna tíð. Þau hafa gefið mér mín bestu ár.
Ég er þakklátur félagi í S.L.A.A.
Ég er búinn að vera frjáls frá ástar- og kynlífsfíkn í nærri 8 ár.
Ástar- og kynlífsfíknin mín þróaðist frá unga aldri og tók á sig mismunandi birtingarmyndir. Ég átti tímabil sem einkenndust af skyndikynnum og framhjáhaldi en önnur af klámfíkn. Ástarfíknin var rauði þráðurinn í gegnum öll fíknamynstur mín.
Þegar ég gafst upp var ég búinn að þróa með mér mikla klámfíkn. Klám hefur fylgt mér frá 12 ára aldri. Ég hef leitað í klám út af margskonar ástæðum. Í upphafi af forvitni og spennu en undir lokin aðallega til þess að flýja erfiðleika í lífinu.
Klámfíknin náði að þróast það mikið með mér að ég varð að horfa á klám í nokkra klukkutíma á dag. En loks upplifði ég minn botn og fylltist örvæntingu, en um leið fann ég fyrir nýjum krafti. Ég varð að finna mér úrlausn minna mála.
Klámnotkunin byrjaði hjá mér eins og svo mörgum unglingum. Ég skoðaði klám nokkrum sinnum í viku og í skamman tíma í senn. Ég hafði einhverja stjórn á klámneyslunni, en þó gat það gerst að ég missti öll tök og datt inn í stjórnleysi. Þegar ég fór að stunda tíð skyndikynni sem unglingur vék klámið til hliðar. En þegar ég svo hægði á félagslífinu og skyndikynnunum eftir unglingsárin þá fór ég að upplifa algert stjórnleysi varðandi klám. Fíknin þróaðist hratt og ég fór að sitja lengur og lengur í hvert skiptið. Ég einfaldlega varð að horfa á klám, alveg sama hvað öðru leið.
Ég var stöðugt að reyna sannfæra mig um að þetta væri í lagi. Að einn daginn myndi ég fá leið af þessu, að ég myndi þroskast upp úr þessu. En þetta kallaði bara stöðugt á meira og meira, og ég fékk aldrei nóg. Mér fór að verða ljóst að þetta var orðið vandamál. Mér leið orðið illa bæði andlega og líkamlega. Ég var að glíma við fíkn. Ég fór að leita hvar ég gæti fengið hjálp og það leiddi mig inn í S.L.A.A., samtök ástar- og kynlífsfíkla. Fljótlega byrjaði ég að vinna eftir því kerfi sem þar er í boði og hef núna ekki horft á klám í átta ár. Ég er ekki lengur að berjast við fíkn, heldur líður mér eins og ég hafi verið settur á hlutlausan stað. Ég viðheld andlegu heilbrigði mínu með S.L.A.A. leiðinni. Ég hef lært að treysta á ný og vera æðrulaus einn dag í einu. Ég ber virðingu fyrir fortíð minni og hef því verið virkur félagi í S.L.A.A. samtökunum og ætla mér að vera það um ókomna tíð. Þau hafa gefið mér mín bestu ár.
Ég er þakklátur félagi í S.L.A.A.